13.9.2023
Útgáfuafmæli og fyrirlestur
Í tilefni eins árs útgáfuafmælis verður fyrirlestur á Fundi fólksins í Norræna húsinu laugardaginn 16 sept kl. 16. Pallborðsumræður á eftir. Titill: Heimurinn eins og hann er - hvað svo? Póstkostnaður leggst á ef sent er. Sendið pöntun á stefanjon@islandia.is |
24.9.2022
Raddir fólksins um bókina!
Hjálmtýr Heiðdal: Bókin er meiriháttar verk, byggð á mikilli þekkingu og innsæi. Bók sem allir ættu að lesa. „Gildandi samfélagssáttmáli milli lýðræðis og auðræðis er þessi: Lýðvaldið felst í því að fá að tjá vilja sinn og auðvaldið felst í að hundsa hann.“ SJH Ég var að ljúka lestir á bókinni HEIMURINN EINS OG HANN ER eftir Stefán Jón Hafstein.
Stefán Erlendsson: Í senn hugvekjandi og hrollvekjandi lesning. Frábær bók! Þetta er óvenjuleg bók. Höfundur fléttar saman nokkra að því er virðist ósamstæða söguþræði: frásögn af vináttu, veikindum og dauða, merkum persónum og atburðum í Rómaveldi hinu forna og stærstu ógnum samtímans - ófriði, fátækt, ójöfnuði og loftslagsvánni. Á endanum birtist lesandanum þó býsna heildstæð mynd af heiminum eins og hann er frá sjónarhóli höfundar. Textinn flæðir vel og er prýðilega stílaður. Margt er skarplega athugað - leiftrandi - og oft nær höfundur slíku flugi í frásögn sinni að ekki er annað hægt en hrífast með jafnvel þótt blikur séu á lofti og útlitið dökkt. Næst hyggst ég lesa valin brot eða kafla upp úr bókinni fyrir nemendur mína í von um að það veki þá til vitundar og umhugsunar um ástand heimsins og sameiginlega ábyrgð okkar á öllu sem lífsanda dregur.
Bjarni Dagur Halldór Guðmundsson: Þórgnýr Dýrfjörð: Stefán Jón Hafstein fléttar saman með skemmtilegum hætti myndum, staðreyndum, greiningum, hugleiðingum og vakningu um erfið, flókin og stór vandamál. Verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir. Inn í stóru myndina vefur Stefán svo persónulega sögu um hið mannlega hlutskipti í ljósi vináttunnar. Lukkast feykivel.
Anna María Sverrisdóttir: Þetta er frábær bók en ekki gleðileg og hún vekur ekki bjartsýni. Hún er frekar eins og kjaftshögg. Eins og dregin séu frá gluggunum tjöld sem við þráumst við hafa fyrir glugganum því við vitum vel hvað er þarna úti. Við viljum bara ekki sjá það. Ég er ekki búin að lesa en ég er búin að hlusta. Gat ekki sofið. Ég var slegin djúpum harmi og er. Samt vissi ég þetta allt fyrir.... Takk fyrir kinnhestinn. Skilaboðin eru skýr og komast til skila.
var að renna inn á 61. greinina - um tuttugu og fimm senta svarið, í þessari hræðilega "krassandi glæpasögu" og mikilvægu bók þinni, Stefán Jón og þakka þér fyrir að koma með hana handa okkur sem megnum ekki að líta undan
Þessa bók ættu allir að lesa skyldulesning og helst 2x
Takk Stefán Jòn
Er það ekki nákvæmlega svo að við „fljótum sofandi að feigðarósi“ ...Vangetan, blindan og samstöðuleysið er algjört - en bókin er frábær ádrepaa: Sá sem hefur eyru, hann heyri!
|
7.8.2022
Hvar fæst bókin?
Hún er á Storytel lesin af höfundi. Einkunnagjöfin á Storytel er 4,5 stjörnur af fimm mögulegum.
|
7.8.2022
Hvernig bók?
Höfundur notar hið frjálsa form ritgerðarinnar til að tengja persónulega upplifun við heimssöguna. Hann rýnir í sögu hins fallna Rómarveldis og hvernig það kallast á við okkar tíma i pólitíkinni. Hvernig reynir maður að skilja þær fjölþættu ógnir sem birtast í vistkerfunum og brengluðum kerfum mannanna? Sjónarhorn frásögunnar er vítt og víða leitað fanga til að styðja við þá meginröksemd að illskeytt vandamál steðji að mannkyni og vistkerfunum öllum. Bættur skilningur á því er öllum fyrir bestu. |
6.6.2011
Skyndibitinn góður er
|
8.5.2011
Glaðleg andlit
![]() ,,Er það svona sem glaðlegt fólk lítur út?" spurði tregafull kona á Íslandi þegar hún sá myndir af brosmildu fólki í Afríku. Þetta var í skammdeginu á Íslandi, vonandi hefur lést brúnin á fólki heima síðan. En vissulega er það rétt, eitt aðaleinkenni á fólki hér í mörgum löndum í sunnanverðri Afríku er hve stutt er í brosið. |