Inngangur
Kafli 1
Kafli 2
Kafli 3
Kafli 4
Kafli 5
Þann 18.febrúar birti ég hér á síðunni ritgerð sem heitir
,,Breytum rétt, leið jafnaðarmanna til móts við 21. öldina".
Inngangur og helstu hugmyndir í ritgerðinni:
Þessi ritgerð er gefin út til skemmtunar fyrir þá sem vilja lesa
um stjórnmál á líðandi stund. Hún á að gagnast fyrst og fremst
til að róta í hugum þeirra sem vilja byggja nútímalegt,
frjálslynt og framsækið samfélag á Íslandi í anda jafnaðarstefnu
og félagshyggju.
Helstu áherslupunktar eru þessir:
- Með tilkomu Samfylkingarinnar á vinstri væng
stjórnmála hafa forsendur breyst í grundvallaratriðum í
flokkastjórnmálum. Sé rétt á málum haldið getur orðið til sá
burðugi flokkur sem gerir með réttu kröfu um forystuhlutverk í
stjórnmálum á forsendum jöfnuðar og félagshyggju.
- Með markaðsvæðingu samfélagsins hafa losnað úr læðingi
frumkraftar í atvinnulífi sem geta orðið mjög til góðs. En á
móti verður að koma lýðræðisvæðing sem gætir almannaheilla
gagnvart auðvaldi. Við eigum að fjárfesta í félagsauði andspænis
auðmagni. Þessi lýðræðisvæðing er hið sögulega hlutverk
jafnaðarmanna.
- Forsendur jafnaðarstefnu eru breyttar. Hún sprettur úr
samfélagi stéttaátaka og örbirgðar alþýðu, en lifir nú í auðsæld
og upplýsingu þar sem gera verður vaxandi kröfu um ábyrgð og
samábyrgð borgara í stað ríkisforsjár. Hlutverk ríkisvaldsins er
breytt, það færist minna í fang en áður þótti ástæða til, færir
meira vald til borgara. Jafnaðarmenn vilja velferð, en
velferðarríkið er ekki hinn endanlegi áfangastaður á þeirri
leið.
- Samtímis félagslegum baráttumálum af þessu tagi
leggjum við áherslu á hagrænar breytingar sem felast í því að
Ísland þróist í átt til þekkingarhagkerfis en sé ekki jafn háð
náttúrunýtingu og áður. Forsenda þess er menntastefna sem hefur
að markmiði að hér bjóðist menntað vinnuafl sem er
samkeppnisfært við það besta sem býðst í heiminum.
- Síðast en ekki síst verða stjórnmálin sjálf að þróast
frá skotgrafahernaði átakastjórnmála til samráðs og
sáttastjórnmála. Til að breyta samfélaginu til góðs með
markverðum hætti verðum við líka að breyta stjórnmálunum og því
hvernig stjórnmálaflokkar starfa.
Þetta er persónuleg ritgerð. Reynt er að skoða tilteknar
meginlínur og stundum styðja með dæmum, en ekki ber að líta svo
á að þótt umfjöllun um mörg stórmál líðandi stundar vanti að þau
séu ekki talin umræðuverð.
Stefán Jón Hafstein
Kaflar ritgerðarinnar eru síðan birtir hér á vefsíðunni í réttri röð. |
![]() |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!

![]() |
Breytum rétt frá 2005 |
Með Hruninu í október 2008 breyttist margt, og margar forsendur þess sem hér er sagt. En meginákallið stenst tímans tönn með afbrigðum vel. Krafa um lýðræðislegar umbætur andspænis auðræði. Margar af þeim hugmyndum sem þarna voru settar fram endurómuðu svo í Búsáhaldabyltingunni og í tillögum stjórnlagaráðs árið 2011.
SJH, 2012.

![]() |
Áttu penna? |

Pennar eru dýrir og skólakrakkar spyrja oft hvort maður megi missa penna. Þau vita líka að það kemur frekar við hjartað á ferðamanni að biðja um námsgögn en peninga eða sælgæti. Í mörgum skólum fá krakkarni ekki borð til að sitja við, þak yfir höfuðið, bók til að lesa né blað til að skrifa á. Og því síður penna. Hlutfall nemanda á hvern kennara er 120:1 í þessari sveit og stunum enn verra.

![]() |
Friðsæld í fiskimannaþorpi |
Laugardagsmorgunn, fólkið lifir lífinu lifandi eftir því sem manni sýnist á göngu meðfram ströndinni. Hér er enginn vegur, engin umferð, varla útvarp og alls ekki sjónvarp, ekki heyrist í farsíma en glaðvær hlátrasköll frá ströndinni benda til að fólkið sé sátt. Myndasýning frá malavískum fiskimannaþopum er hér.

![]() |
Verk í endurskoðun |
Árið 2005 birti ég þessa ritgerð sem eins konar brýningu til jafnaðarmanna. ,,Lýðræðisvæðing er hið sögulega hlutverk jafnaðarmanna" skrifaði ég, andspænis þeirri markaðsvæðingu sem við vorum vitni að í byrjun aldarinnar.
Með Hruninu í október 2008 breyttist margt, og margar forsendur þess sem hér er sagt. En meginákallið stenst tímans tönn með afbrigðum vel.
Þessi ritgerð er nú í endurskoðun.
SJH, 2010.

![]() |
Veftímarit - áskrift |
Veftímaritið kemur til áskrifenda gjaldfrjálst. Skráning hér.
Hér má skoða fyrri tölublöð:

![]() |
Heimilisofbeldi bannað |

Jafnvel þótt húsbóndinn sé latur og heimskur!

![]() |
Blair, við og ,,þau" |

Hvernig réttlætir Tony Blair stríðin í Afgahanistan og Írak? Í athygliverðri grein í Foreign Affairs kemur í ljós að leiðin sem hann kaus með Bush er einmitt ekki leiðin sem hann telur vænlegasta til framtíðar.
Hér er rýni á grein Blairs.
