Afrka - st vi ara sn
Hr er hgt a panta bkina beint fr hfundi hagstum kjrum:


Nafn
Heimilisfang
Pnr, staur
Smi
Netfang
Afslttarki
Ver
Fjldi
Hgt er a nota greislukort ea netgr gegnum rugga jnustu Dalpay.

Sendingarkostnaur er innifalinn.

Bkin er n komin almenna dreifingu allar betri bkabir og fst ar mean takmarka upplag endist.

v miur var a halda stofnkostnai lgmarki sem ir frri prentu eintk en ella hefi veri.

Einnig er hgt a panta gegnum tlvupst og gera rstafanir um greislu: Hafi samband netfangi stefanjon@islandia.is 


Afrka
Gefu Afrkubkina segir ritdmari
,Þetta er fín bók. Fólk þarf að vera fjári vel upplýst til að verða ekki betra fólk af því að lesa og skoða þessa vel skrifuðu, vel hugsuðu, vel mynduðu og vel meintu skýrslu.

Gefðu Afríku. Hún er um framtíðina. Allir geta tekið krimmana á bókasafninu." segir ritdómari Kjarnans, Þorgeir Tryggvason. 

http://kjarninn.is/ur-riki-brosanna

Afrkubkin frttum
Afríkubókin hefur verið kynnt með margvíslegum hætti í fjölmiðlum enda vakið athygli þeirra. Hér eru nokkrar fréttaglefsur fyrir þá sem vilja lesa eða heyra:


Mannlf og strf


Margt dreif á dagna í starfi og ferðum um Afríku þar sem ég vann fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.  Hér eru frumburðir í Chilonga heilsugæslustöðinni sem Íslendingar byggðu og var opnuð í október 2011.  Margt af því sem snertir hugmyndir okkar um þróun og framfarir er til frásögu í bókinni enda erfitt að vera ósnortinn af því sem fyrir augu ber.  Svo sem þessum litlu börnum sem fengu öruggt skjól sem mörg önnur fá ekki.

Í bókinni Afríka - ást við aðra sýn, flétta ég saman lífsreynslusögum um leið og ég reyni að horfa á stóru myndina, og læt líka freistast til að bera saman ólík lönd, Ísland og þau sem eru í Afríku.  Náttúra, mannlíf, saga.

Forsumyndin sgu

Sagan um forsíðumyndina á bókinni er óvenjuleg.  Við vorum á bíl og áttum leið að skóla þar sem fylgdarmaður okkar brá sér inn.  Á meðan dreif að krakka með læti og fjör, sérstaklega þegar Guðrún kona mín sem sagt farþegameginn renndi niður rúðunni og tók að smella af.  Mest voru lætin þegar leifturljósið kom, þá heyrðist ,,váááá" um allan hópinn.  Ég læddist út bílstjórameginn og fór aftur fyrir börnin, settist á hækjur mér og smám saman þokaðist ég inn í þvöguna.  Svo heppilega vildi til að ég var í blárri skyrtu alveg eins og stákarnir.  Guðrún tók þessa ágætu mynd.  Ég fór að hlægja og litli strákurinn sem rétt sést grilla í vinstra meginn við andlit mitt leit á mig.  Ég hef aldrei séð blökkumann hvítna af skelfingu fyrr!  Hann hljóðaði og hljóp burtu, en hinir krakkarnir hlógu sig máttlausa.  Svo gat fjörið haldið áfram.  Nei, þetta er ekki tilbúningur úr myndvinnsluforriti, þetta er bara óborganlegt atvik sem náðist á myndavél.
Hvers vegna bk?

Eins og þessi vefur sýnir safnaðist saman fjölbreytt efni á honum meðan ég dvaldi síðast í Afríku. 

Næstum 200 000 heimsóknir á nokkrum árum sýna líka áhuga lesenda.  Mér fannst samt að enn væri eitthvað eftir, melta, draga saman reynslu, skoða stóru myndina og tengja saman ólíka þræði á heildstæðan hátt.  Bókin er ekki safn pistla af vefnum, heldur frumskrifuð, þótt oft hafi ég stuðst við pósta héðan af vefnum til að hressa upp á minnið.  En bókin er sjálfstæð frásögn og önnur en það sem áður hefur birst.
Afrka - st vi ara sn

Þetta er óvenjuleg bók um óvenjulegt fólk og staði í Afríku.  Stefán Jón Hafstein hefur starfað að þróunarsamvinnuverkefnum í álfunni, ferðast vítt og breitt um hana og haldið til haga frásögnum, myndum og hugleiðingum sem á hann leita á vettvangi.  Hér eru sögurnar og myndirnar. 

Bókin er samsafn greina sem tengjast með ýmsum ólíkum þráðum gegnum myndrænar frásagnir og lýsingar Stefáns Jón í texta.  Væntumþykja og virðing skína alls staðar í gegn, enda er undirtitill bókarinnar: Ást við aðra sýn.

Bókin skiptist í fjóra hluta:Ást við aðra sýn segir frá kynnum af ólíku fólki, fallegu brosmildu börnunum, einstökum hjarðmönnum í harðbýlu landi og litríku fólki í lífsbaráttunni á þjóðleiðum.


Villidýralendur segir frá hinum dásamlegu friðlöndum Afríku þar sem villt dýr eiga rétt og maðurinn aðeins gestur.  Hér eru kaflar um eyðimörkina, lífsbaráttuna við vatnsbólin og undursamlega og framandi staði.Bókarhlutinn Jörðin séð úr suðri víkur að sögu Afríku og arfleifð nýlendutímans, sagt er frá því hvernig er að búa í fátæku landi í samanburði við Ísland og örlögum frumbyggjanna í Kalahari eyðimörkinni þar sem er spurt: Er það svona sem dómsdagur lítur út?Lokahlutinn heitir Afríka er rík, sagt er frá yndislegum ekrum, möguleikum unga fólksins ef það fær að læra, hve vatnsból geta gefið mikið af sér og hvers vegna mæður og börn eiga betra skilið. 

Alls eru þetta þrettán kaflar með fjölda mynda sem varpa ljósi á hve Afríka er falleg, fjölbreytt og litrík.
Bókin er 176 blaðsíður í veglegu broti.
Eldri greinar
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is