Afrka - st vi ara sn
Hr er hgt a panta bkina beint fr hfundi hagstum kjrum:


Nafn
Heimilisfang
Pnr, staur
Smi
Netfang
Afslttarki
Ver
Fjldi
Hgt er a nota greislukort ea netgr gegnum rugga jnustu Dalpay.

Sendingarkostnaur er innifalinn.

Bkin er n komin almenna dreifingu allar betri bkabir og fst ar mean takmarka upplag endist.

v miur var a halda stofnkostnai lgmarki sem ir frri prentu eintk en ella hefi veri.

Einnig er hgt a panta gegnum tlvupst og gera rstafanir um greislu: Hafi samband netfangi stefanjon@islandia.is 


Afrka
Dagbkur fr Afrku: ganda oktber 2015

Úganda.  Nefni maður nýja heimalandið rekur fólk upp stór augu og svarar á móti: Idi Amin.
Idi Amin er mesta landkynning Úganda meðal miðaldra Íslendinga og eldri sem enn muna þennan mikla harðstjóra landsins.  Hann var rekinn frá völdum 1979.  Og lifir enn i minningu Íslendinga sem vita ef til vill fátt annað um Úganda.  Fjórum sinnum stærra en Ísland að flatarmáli.  Fólksfjöldi 36 milljónir.  Eitt af fátækari ríkjum Afríku og mjög neðarlega á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna.  

Hvar er Úganda?  Eiginlega í miðri Afríku.  Nær hvergi að sjó. Landsmenn kalla landið sitt hjarta Afríku en væri það á líkama myndi það kannski vera nafli Afríku.  Fyrir sunnan Súdan, fyrir vestan Keníu, með Kongó sem nágranna að að austan og á stóran hluta af Viktoríuvatni sem nær allt suður til Tansaníu.  Liggur við miðabaug og loftslagið eins og Íslendingar myndu kalla ,,eiflíft sælusumar”.  Einhver sagði að hugmyndin um aldingarðinn Eden ætti rætur að rekja hingað og annar segir að Winston Churchill hafi á sínum yngri árum sem erindreki lagt til að Bretar settu upp Afríkustöðvar sínar hér.  Landgæði væru slík.

Sutta lýsingin: Landlukt fátækt bændasamfélag sem lifir mest á akuryrkju og aðal útflutningsvörur eru kaffi og blóm, ávextir og grænmeti og fiskur úr vatninu.

Aðeins lengri lýsing:  Kampala er höfuðborgin og hefur útlínur sem minna á stórborgir, glæsihýsi uppi á hæðum, stórmarkaðir og verslunarklasar þar sem hin eilífa umferðarteppa hringar sig utan um mis fátækleg hverfi þegar glæsivillum sleppir.  Tveggja milljóna manna borg sem verður fjögurra milljóna manna borg á daginn?  Enginn veit almennilega.  Stefnir í að verða það sem kallað er ,,megaslömm” og er ekki eftirsóknarvert.

Og svo aðeins meira:  Forsetinn sem gengur undir gælunafninu M7 (heitir Muzaveni) sækist eftir endurkjöri á næsta ári og mun ef það tekst sitja lengur en 30 ár í embætti; fjöldi flokka á þingi er nokkur en aðalvaldaflokkurinn ráðandi  (Þjóðlegi byltingarflokkurinn).  

Landið er fyrrum nýlenda Breta og samsett úr nokkrum fjölda gamalla konungdæma sem lifa enn í umgjörð þingræðis, ættbálkar margir og fjölbreyttir, tungumál nálgast fjórða tuginn og sagt er að landsmenn reki sína hollustu fyrst og fremst hver til síns konungdæmis, aðrar áherlsur þar á eftir.  Kristnir í meirihluta og múslimar næstir á eftir, Indverjar stórir í fjármálageiranum.  Kínverjar hafa haslað sér völl í viðskiptum, fjárfestingu og fjárhagsaðstoð, en fjölmörg styrkjaríki veita landinu um 800 miljónir dollara árlega í þróunaraðstoð, Evrópusambandið og Bandaríkin meðal þeirra stærstu og Ísland meðal þeirra allra smæstu.

Hér í nafla Afríku er sagan lifandi og rík í hugum fólks.  Aðeins fáeinir áratugir frá sjálfstæði frá Bretum og svo innanlandsátök í kjölfarið.  En þar á undan nýlendutíminn sjálfur ,,when the Bristish fucked the country” eins og sagt er - og þar áður öll sú fjölbreytta menning sem þróaðist með ýmsum ættbálkum og konungsveldum á ýmsa lund og lifir enn í hefðum og venjum, sögum, ljóðum og dönsum.

Ég rak augun í eina sögu.  Hún er hliðarsaga við sjálfan Idi Amin.  Birtist í nokkrum minningaargreinum skömmu eftir að ég hreiðraði um mig í Kampala.  Hún er um konu sem  var næstum jafnaldra mín, gæti hafa verið skólasystir í Vogaskóla í gamla daga, en fyrir henni átti að liggja að verða fimmta eiginkona Idi Amins og ,,uppáhaldskonan”.  Sarah Amin lést í Lundúnum fyrir nokkrum vikum, 59 ára að aldri, 40 árum eftir að Amin sá hana go-go dansa með hljómsveit sem kallaðist ,,Byltingarband sjálfsvígavéladeildarinnar” og hafa síðri hljómsveitarnöfn verið fundin upp.  Enda köllluðu menn go-go stúlkuna Sjálfsvíga-Söru.  Hershöfðinginn sem hafði rænt völdum nokkrum árum áður sá í henni stóru ástina í lífinu.

Hún var þá 19 ára, ég var að útskrifast stúdent úr MT.  Haldið var tveggja millljóna dollara brúðkaup, Arafat var svaramaður og lítið spurðist til fyrrverandi kærasta Söru eftir þetta, en barn ól hún sem talið var víst að sá ætti.  Það skipti Amin engu, hann tók það í tölu þeirra 49 barna sem hann sagðist hafa getið með eiginkonum sínum.  

Þegar harðstjórinn sem talinn er hafa 300-500.000 mannslíf á samviskunni var hrakinn í útlegð fór Sara með honum.  Til Sádí Arabíu þar sem hann lést að lokum, en hún fór land úr landi, með viðkomu í Þýskalandi uns hún settist að í norður London og rak snyrtistofu og kaffihús í spekt nema laganna langi armur vildi meina að hún væri of kærulaus um heilbrgiðislöggjöfina gagnvart kakkalökkum og músum á staðnum.  Flestir bera henni gott orð.  Og alltaf bar hún Idi Amin vel söguna.  Hann hafi verið vænn og góður maður og reynst sér vel.

Og hér er ég kominn á þær slóðir sem Sjálfsvíga-Sara átti sína skrautlegu sögu, þessi næstum jafnaldra mín og go-go dansari með ,,Byltingarbandi sjálfsvígavéladeildarinnar” um það leiti sem ég stóð í biðröðum fyrir utan Sigtún en hún á leið í brúðarsæng með einum blóðugasta harðstjóra síðustu aldar.

Gefu Afrkubkina segir ritdmari
,Þetta er fín bók. Fólk þarf að vera fjári vel upplýst til að verða ekki betra fólk af því að lesa og skoða þessa vel skrifuðu, vel hugsuðu, vel mynduðu og vel meintu skýrslu.

Gefðu Afríku. Hún er um framtíðina. Allir geta tekið krimmana á bókasafninu." segir ritdómari Kjarnans, Þorgeir Tryggvason. 

http://kjarninn.is/ur-riki-brosanna

Afrkubkin frttum
Afríkubókin hefur verið kynnt með margvíslegum hætti í fjölmiðlum enda vakið athygli þeirra. Hér eru nokkrar fréttaglefsur fyrir þá sem vilja lesa eða heyra:


Mannlf og strf


Margt dreif á dagna í starfi og ferðum um Afríku þar sem ég vann fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.  Hér eru frumburðir í Chilonga heilsugæslustöðinni sem Íslendingar byggðu og var opnuð í október 2011.  Margt af því sem snertir hugmyndir okkar um þróun og framfarir er til frásögu í bókinni enda erfitt að vera ósnortinn af því sem fyrir augu ber.  Svo sem þessum litlu börnum sem fengu öruggt skjól sem mörg önnur fá ekki.

Í bókinni Afríka - ást við aðra sýn, flétta ég saman lífsreynslusögum um leið og ég reyni að horfa á stóru myndina, og læt líka freistast til að bera saman ólík lönd, Ísland og þau sem eru í Afríku.  Náttúra, mannlíf, saga.

Forsumyndin sgu

Sagan um forsíðumyndina á bókinni er óvenjuleg.  Við vorum á bíl og áttum leið að skóla þar sem fylgdarmaður okkar brá sér inn.  Á meðan dreif að krakka með læti og fjör, sérstaklega þegar Guðrún kona mín sem sagt farþegameginn renndi niður rúðunni og tók að smella af.  Mest voru lætin þegar leifturljósið kom, þá heyrðist ,,váááá" um allan hópinn.  Ég læddist út bílstjórameginn og fór aftur fyrir börnin, settist á hækjur mér og smám saman þokaðist ég inn í þvöguna.  Svo heppilega vildi til að ég var í blárri skyrtu alveg eins og stákarnir.  Guðrún tók þessa ágætu mynd.  Ég fór að hlægja og litli strákurinn sem rétt sést grilla í vinstra meginn við andlit mitt leit á mig.  Ég hef aldrei séð blökkumann hvítna af skelfingu fyrr!  Hann hljóðaði og hljóp burtu, en hinir krakkarnir hlógu sig máttlausa.  Svo gat fjörið haldið áfram.  Nei, þetta er ekki tilbúningur úr myndvinnsluforriti, þetta er bara óborganlegt atvik sem náðist á myndavél.
Hvers vegna bk?

Eins og þessi vefur sýnir safnaðist saman fjölbreytt efni á honum meðan ég dvaldi síðast í Afríku. 

Næstum 200 000 heimsóknir á nokkrum árum sýna líka áhuga lesenda.  Mér fannst samt að enn væri eitthvað eftir, melta, draga saman reynslu, skoða stóru myndina og tengja saman ólíka þræði á heildstæðan hátt.  Bókin er ekki safn pistla af vefnum, heldur frumskrifuð, þótt oft hafi ég stuðst við pósta héðan af vefnum til að hressa upp á minnið.  En bókin er sjálfstæð frásögn og önnur en það sem áður hefur birst.
Eldri greinar
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is