Afrka
Mannlf og strf


Margt dreif á dagna í starfi og ferðum um Afríku þar sem ég vann fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.  Hér eru frumburðir í Chilonga heilsugæslustöðinni sem Íslendingar byggðu og var opnuð í október 2011.  Margt af því sem snertir hugmyndir okkar um þróun og framfarir er til frásögu í bókinni enda erfitt að vera ósnortinn af því sem fyrir augu ber.  Svo sem þessum litlu börnum sem fengu öruggt skjól sem mörg önnur fá ekki.

Í bókinni Afríka - ást við aðra sýn, flétta ég saman lífsreynslusögum um leið og ég reyni að horfa á stóru myndina, og læt líka freistast til að bera saman ólík lönd, Ísland og þau sem eru í Afríku.  Náttúra, mannlíf, saga.

Forsumyndin sgu

Sagan um forsíðumyndina á bókinni er óvenjuleg.  Við vorum á bíl og áttum leið að skóla þar sem fylgdarmaður okkar brá sér inn.  Á meðan dreif að krakka með læti og fjör, sérstaklega þegar Guðrún kona mín sem sagt farþegameginn renndi niður rúðunni og tók að smella af.  Mest voru lætin þegar leifturljósið kom, þá heyrðist ,,váááá" um allan hópinn.  Ég læddist út bílstjórameginn og fór aftur fyrir börnin, settist á hækjur mér og smám saman þokaðist ég inn í þvöguna.  Svo heppilega vildi til að ég var í blárri skyrtu alveg eins og stákarnir.  Guðrún tók þessa ágætu mynd.  Ég fór að hlægja og litli strákurinn sem rétt sést grilla í vinstra meginn við andlit mitt leit á mig.  Ég hef aldrei séð blökkumann hvítna af skelfingu fyrr!  Hann hljóðaði og hljóp burtu, en hinir krakkarnir hlógu sig máttlausa.  Svo gat fjörið haldið áfram.  Nei, þetta er ekki tilbúningur úr myndvinnsluforriti, þetta er bara óborganlegt atvik sem náðist á myndavél.
Hvers vegna bk?

Eins og þessi vefur sýnir safnaðist saman fjölbreytt efni á honum meðan ég dvaldi síðast í Afríku. 

Næstum 200 000 heimsóknir á nokkrum árum sýna líka áhuga lesenda.  Mér fannst samt að enn væri eitthvað eftir, melta, draga saman reynslu, skoða stóru myndina og tengja saman ólíka þræði á heildstæðan hátt.  Bókin er ekki safn pistla af vefnum, heldur frumskrifuð, þótt oft hafi ég stuðst við pósta héðan af vefnum til að hressa upp á minnið.  En bókin er sjálfstæð frásögn og önnur en það sem áður hefur birst.
Gtumarkaslf einum rnti

Eitt skot, einn rúntur um lifandi afrískan götumarkað á fjórum mínútum!  Sjáið góssið!

Lkamsrkt og nnur rkt

Á vesturlöndum borgar fólk stórfé fyrir aðgang að svona tæki til að stíga upp og niður í líkamsræktarstöðvum. Þetta er matvælarækt. Konan knýr fótstigna dælu, slangan liggur ofan í brunn og önnur út á akurinn til að vökva það sem á að fóðra fjölskylduna. Þetta gerir konan ekki til að brenna orku, heldur til að afla orku á akrinum.

Dagbkur:janar-mars 2012


Malavískar konur láta margt yfir sig ganga, en ekki hvað sem er

Malavar brugðust hart við þegar ótíndir ruddar réðust að gallabuxnaklæddum konum og rifu út fötum til að niðurlægja þær. Fáir skildu hvað mönnunum gekk til eða hvaðan sú hugmynd kom að gallabuxur væru hættulegar siðmenningu - en samt. Lengi var Malaví haldið í fjötrum einræðisherrans Banda sem lagði blátt bann við öðru en hefðbundnum ökklasíkðum lendaklæðum kvenna, eða í mesta lagi siðprúðum pilsum.

Eldri greinar
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is