Greinar
Sagan um framtíð Íslands


(Birt í Kjarnanum 17.júní 2015)


17.júní árið 2050 er enginn smáhátíðisdagur.  Öldin bara hálfnuð!  Og þetta fæ ég að lifa, elllihrumur á lokandartökum míns næstum aldarlanga lífs.  Með gömlu vinina og vinkonurnar tvist og bast, ofan jarðar og neðan og efst í huga að einhvern veginn tókst okkur að klára dæmið og bjarga okkar ástkæra Íslandi þótt stundum væri vandséð hvernig.  Þrjátíu ár frá því herrans óreiðuári 2015 og þá gat mann ekki grunað að færu í hönd mikilvægir tímar sem öllu myndu ráða um framtíð Íslands í hinni fallvöltu veröld.

Hrun markaða, hrun hugmyndafræði



Verðið fyrir að bjarga bandaríska fjármálakerfinu var fyrst áætlað 900 milljarðar dollara, sem samsvarar allri þróunaraðstoð við fátæku löndin í nær áratug. Síðan hækkaði það nær tvöfalt og þá átti eftir að bjarga stóru bílafyrirtækjunum.  En hrunadansinn á Wall Street er ekki bara gjaldþrot banka og fjárfestingasjóða, heldur endanlegt gjaldþrot hugmyndafræðinnar á bak við. Þegar George W. Bush stendur frammi fyrir heimsbyggðinni og tilkynnir að tími ríkisafskipta sé kominn, og fjármálaráðherrann og seðlabankastjórinn sitja sólarhringum saman yfir þjóðnýtingaráforum og ríkisyfirtökum má segja að nýfrjálshyggjan sé endanlega kvödd. Sé einhvers staðar pláss á himnum fyrir hagfræðinga má telja víst að þar sitji nú sá gamli refur Keynes og hlæi dátt; sá sem bjargaði auðvaldskerfinu úr heimskreppunni 1929 með því að útskýra það sem allir hafa síðan vitað: Að markaðurinn réttir sig ekki af sjálfur, að kreppur eru kerfisvilla í forriti kapítalismans.



Þúsaldarþorp

Er hægt að skjóta fátækum sveitaþorpum óralangt fram á við með fjárfestingu sem nemur 8000 kr. á mann í fimm ár?  Það segir Jeffrey Sachs hagfræðingur við Columbia háskóla sem stendur fyrir slíku átaki í völdum þorpum á 18 stöðum í Afríku.  En þótt vonir vakna kvikna líka efasemdir...

Félagsleg ábyrgð eða félagsleg fyrirtæki?



Friðarverðlaunahafi Nóbels, Muhammad Yunus telur að framtíð kapítalisma og skilvirkrar þróunaraðstoðar feli í sér nýja tegund fyrirtækja sem gagnist þróunarlöndum vel. Þessi fyrirtæki fá merkimiðann ,,félagsleg fyrirtæki” (social business) andstætt fyrirtækjum sem rekin eru með hámarksgróða í huga. En þau nýti marga kosti markaðskerfisins og drifkraftinn sem einkenni vel rekin gróðafyrirtæki. Þessi hugmynd á rætur í örlánabankanm Grameen sem löngu er heimsfrægur, og Yunus vill nú yfirfæra á margs konar starfsemi til þróunar í fátækum samfélögum. Hann hafnar hugmyndinni um ,,félagslega ábyrgð” einkafyrirtækja, sem t.d. Sameinuðu þjóðirnar hafa talað fyrir, því hún nái ekki nógu langt. Í þessari ritgerð eru bornar saman þessar tvær ólíku leiðir og leitast við að greina kosti og galla í þeim báðum, en einkum i leið Yunusar.




Ákall um ,,nýja þróun" og raunveruleikinn
Ákall um nýjar aðferðir í þróunarmálum er sterkt.  Margt hefur mistekist og gagnrýni er víðtæk.  Ekki bara á ,,peningasóun" í spilltu umhverfi, heldur líka á afstöðu og viðhorf gjafaríkja til ,,velferðarþeganna" í Þriðja heiminum.  Í þeirri ritgerð sem ég birti hér er fjallað um þessa gangrýni og ákall á nýja sýn á þróunarmál, og þær raddir fræðimanna bornar saman við raunveruleg lífsskilyrði tveggja jaðarhópa í Namibíu. Hvernig ná saman kenningarnar og raunveruleikinn úti á mörkinni?  Ritgerðin var unnin á námsskeiði við HÍ.
Þróun sem virkar



Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull baráttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku. Fyrir meira en 20 árum tók hann til við að útrýma sjúkdómi sem hlýst af lirfu orms sem tekur sér bólfestu í holdi manna. Lirfan þroskast inni í líkama fólks sem drekkur eða baðar sig í óhollu vatni. Ormurinn brýst að lokum út fullvaxinn og stendur eins og spaghettilengja úr fólki sem engist af kvölum. Áður þjáðust 3 milljónir manna árlega af þessari bölvun, nú eru árleg tilfelli 12.000. Með örlítið meiri stuðningi hefði Carter og fjölmörgum öðrum sem vinna gegn þessum ormi tekist að útrýma honum með öllu.

Eldri greinar
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is