Samflagsml
62 aukfiingar

Í þessari grein færi ég heimsbyggðarmálin heim. Spurningin er alls staðar um auð og völd.

,,Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum."

Nrshugvekja Frkirkjunni Gamlrsdag 2015

Fríkirkjan Gamlársdag 2015.
Stefán Jón Hafstein

Hvaða markmið ætlum við að setja okkur á nýju ári?  
Við ætlum að bjarga heiminum.  

Á því ári sem nú er liðið komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar og gáfu  öllu mannkyni þau hátiðlegu loforð að bjarga heiminum.

Fyrst með því að samþykkja heimsmarkmið um sjálfbæra þróun.  Eyða fátækt og hungri, auka jöfnuð, bæta jafnrétti kynja, stuðla að friði - þetta eru sautján hátíðleg loforð um nánast allt sem til framfara horfir og undir þeim eru hvorki meira né minna en 169 framkvæmdaliðir til að tryggja að allt þetta verði reyndin eftir aðeins 15 ár.  Eftir fimmtán stutt ár.

Og svo ætla ríki heimsins að gera meira:  Stöðva hnattræna hlýnun sem ógnar vistkerfi okkar og lífi. 

Tv tvarpsvitl

Lára Hanna Einarsdóttir vistaði á vefnum.

Landið sem rís: Hjá Ævari Kjartanssyni og Jóni Ormi Halldórssyni. http://soundcloud.com/larahanna/stef-n-j-n-hafstein-um-slenskt

Viðtalsbútur 2010 um auðlindir: http://soundcloud.com/larahanna-2/stef-n-j-n-hafstein-um-bar á Rás 1.

 

Vital Silfri Egils: Rnyrkjub

Lára Hanna Einarsdóttir var svo væn að setja þetta viðtal á vefinn.  Alls 38 mínútur.  Fyrst flutt 8. janúar 2012.  Tilefni var grein sem birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar í september 2011. Hún er hér á vefnum.
Greinina má finna líka á http://tmm.forlagid.is/  þar sem hún er læsilega upp sett.

http://margmidlun.sigurfreyr.com/stefan-jon-hafstein-silfur-egils/
Rnyrkjub

Birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar í september 2011.
Greinina má finna líka á http://tmm.forlagid.is/ þar sem hún er læsilega upp sett.


Eftir Stefán Jón Hafstein

Það eru ekki margir 300 þúsund manna hópar í heiminum sem búa við jafn mikinn auð og Íslendingar. Er þá átt við hópa sem mynda samfélag sem stendur undir nafni. Stöku olíuríki skákar okkur í auði á mann; þjóðartekjur eru hærri sums staðar annars staðar. Ef leitað er að félagsheild sem hefur yfir vel afmörkuðu og nægu landrými að ráða, miklum náttúruauðævum og gæðum í formi vatns, orku og menningarsögu sem skapar samfélagsvitund, þá eru fáir jafn vel settir á jarðarkringlunni. Enda hafa Íslendingar verið ofarlega á lista Sameinuðu þjóðanna yfir ríki sem búa við mesta hagsæld, og jafnvel komist í efsta sæti. Samt logar samfélagið stafna í milli. Þetta sundurlyndi ógnar velsæld Íslands. Samfélagsgerðin gæti hrunið og Ísland orðið ríkislíki þar sem örfáir útvaldir éta upp auðævi landsins. Í húfi eru gríðarlegir efnahagslegir og menningarlegir hagsmunir að vel takist til við að endurreisa Ísland eftir Hrunið og hið Nýja Ísland verði réttnefni.

Í þessari grein set ég fram tillögur að því hvernig megi skoða rætur Hrunsins í stærra samhengi og frá víðara sjónarhorni en á andapolli íslenskra stjórnmálaflokka hverju sinni.

Frjlshyggja ea spilling?

Stefán Jón Hafstein svarar (19.okt 2011) Jóni Baldvini Hannibalssyni og Stefáni Snævarr sem báðir skrifa á eyjuna.is í október 2011 þar sem þeir gagnrýna ýmislegt í grein SJH um ,,Rányrkjubúið" í TMM (sept 2011).

Inngangur: „„Nýfrjálshyggja er ekki um ráðdeild í ríkisrekstri. Hún er um að einkavæða auðlindir þjóða og almannagæði, lækka skatta á fyrirtæki og auðkýfinga og að girða fyrir afskipti ríkisins af efnahagslífi og fjármálamörkuðum,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, í aðsendri grein á Eyjunni þar sem hann andmælir grein Stefáns Jóns Hafstein í Tímariti Máls og menningar og þeirri niðurstöðu Stefáns Jóns að ekki eigi að kenna frjálshyggjunni um hrunið hér á landi. Eyjan hefur í tveimur fréttum (hér og hér) sagt frá málflutningi Stefáns Jóns í þeirri grein.

 Hér má hlýða á útvarpsviðtal SJH við Ævar Kjartansson og Jón Orm Halldórsson um þetta málefni.

SJH skrifar: Þeir jafnaðarmennirnir Jón Baldvin Hannibalsson og Stefán Snævarr geta mín í umsögnum um grein sem ég skrifaði í Tímarit Máls og menningar, og nefnist: Ráyrkjubú (Sept 2011). Þetta eru kraftmiklir talsmenn jafnaðarstefnu og heiður að fá andsvar frá þeim. Held ég reyndar að lítið beri á milli. Enda bera þeir grein minni almennt góða söguna. En þeim finnst ég gefa frjálshyggjuhugmyndafræðinni of lítinn gaum í greiningu á Hruninu á Íslandi. Það er rétt.

Greinin er að kjarna til tilraun - tilraun- til að skilgreina Hrunið út frá langvarandi spillingu og óráðssíu á Íslandi, allan lýðveldistímann. Þeir mótmæla ekki að svo megi líta á. Ég tel að sú tilhneiging að skella skuldinni á ,,frjálshyggju” einvörðungu sé of billleg leið og komi í veg fyrir að menn ráðist að rótum vandans sem er stærri og flóknari en svo. Sjálf samfélagsgerðin.

Eldri greinar
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is