Samfélagsmál
Til varnar Elliðaárdal

Greinargerð mín til varnar Elliðaárdals og mótmæli við viðskipta- og afþreyingarhöll í dalnum.

http://stefanjon

Vötnin okkar

Bók Unnar Jökulsdóttur, Undur Mývatns, varð tilefni hugleiðingar um vötnin okkar. 

,,Unnur fer með okkur í smá­sjár­ferð inn í lít­inn dropa úr vatn­inu og þar er eins og að horfa út í alheim­inn - óra­víddir örver­anna eins og stjörnu­þok­ur. Hversu margir eru slíkir vatns­dropar á Ísland­i? Hún opnar dag­bók fugla­taln­inga­manns­ins og yrkir óð til mýflug­unn­ar. Eins og spæj­ara­kona leggur hún lífs­gát­una fyrir sig og býður upp á sum­ar­lesn­ing­una 2017. G­leymið öllum reyf­ur­um. Allt það smáa verður allt það stóra, sam­hengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóð­ar­. ­Mý­vatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að for­djarfa með til­tækum ráð­um."

Miðhálendið verði þjóðgarður

(Fréttablaðið 2015).

 

Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður.

Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.

Þróunarsamvinna byggð á staðreyndum



Snoturt hjartalag tilheyrir allri þróunarsamvinnu en gerir hana ekki árangursríka. Ekki frekar en hugsjónir, trúboð eða aðrar tegundir af góðvilja. Samvinna byggð á staðreyndum leggur grunn að mögulegum árangri og þjónar kröfunni sem kallast á ensku ,,evidence based” - um skipulagðar aðgerðir og mælanlegan árangur.

Manifestó 2016: Jöfnuður

 

Sjá uppsetta grein hér.

Hvers vegna er ójöfnuður í heiminum og á Íslandi vandamál og hvað er hægt að gera til að ráðast gegn vandanum?  Í 1. hefti tímaritsins Foreign Affairs 2016 er fjallað um ójöfnuð sem eitt helsta heimsbyggðarvandamálið sem þarf að ráðst gegn og rakin dæmi um leiðir í greinasafni.  Stefán Jón Hafstein ræðir efni greinanna og setur í samhengi við íslensk samfélagsmál.  Hann bendir á að:

Ójöfnuður er viðurkennt vandamál, af forseta Bandaríkjanna, framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og fjölmörgum sem ná máli í alþjóðlegri umræðu - frá páfa til stórfjárfesta og róttækra umbótasinna og hagfræðinga í fremstu röð.


Hægt er að bregðast við, en það kallar á pólitískar ákvarðanir, sem vafi er á að hægt sé að taka innan núverandi valdastofnana.


Ójöfnuður birtist í ólíkum myndum og kallar á ólíkar lausnir - líka nýjar.


Á Íslandi í dag þarf að: Endurskipta auðlindaarðinum, skilgreina fá forgangsmál sem hafa mikið og mótandi samfélagslegt gildi, gefa unga fólkinu tækifæri og ,,jafna” milli kynslóða

 

 

Siðvæðing og endurbygging Íslands

Viðtal í Stundinni: Stundin.is

Eldri greinar
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is