Kreppan ógnar mest þeim sem síst skyldi


Tómt!                           

Heimskreppan kemur harkalegast niður á fátækustu ríkjum heims, ekki síst í sunnanverðri Afríku.  Og þau munu eiga erfiðast með að rísa úr öskustó bankaglæfranna þegar og ef uppsveifla hefst á ný.  Þeir sem búa á mörkum hins byggilega heims (í efnahagslegum skilningi) falla fyrstir fram af brúninni sagði hagfræðingurinn Jeffrey Sachs í viðtali við BBC.  Hann segir merkilegt að aldrei skuli hafa verið til peningar til að standa við loforð um aðstoð við þróunarríkin, en um leið og bankastórveldin þurfi hjálp sé hún til reiðu og upphæðirnar á einu misseri að minnsta kosti 20-30 faldar það sem þróunarríkin öll fái á einu ári.  Kostnaður fátæku landanna er ekki mældur í peningum heldur í mannslífum eins og kemur fram í þessari grein sem ég skrifaði að ósk Vísbendingar í september 2009:

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is