Birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar í september 2011.
Ég er alls ekki sannfærður um að rekja megi rætur Hrunsins til „nýfrjálshyggju“ á fyrsta áratug nýrrar aldar eins og margir vilja.1 Ég er ekki heldur sannfærður um að bankahrunið á Íslandi í október 2008 hafi einvörðungu verið óviljaverk bankafúskara sem illu heilli komust yfir óhóflegt lánsfé erlendis, þótt það sé birtingarform Hrunsins ásamt vanhæfni þeirra stjórnmálamanna og stofnana sem áttu að gæta almannahagsmuna. Rætur þess liggja dýpra. Þá tel ég að margvísleg mistök vinstri manna og félagshyggjufólks á árunum fyrir Hrun hafi átt sér mun lengri forsögu en bara í daðri við „blairisma“ eins og núverandi formaður Samfylkingarinnar hefur látið að liggja – og margir fleiri.2 Setja má fram þá tilgátu að Hrunið á Íslandi hafi verið óumflýjanlegt, það sé bara söguleg tilviljun að það varð með þeim hætti sem birtist okkur. Undirrótin var víðtæk spilling á Íslandi sem ristir dýpra en gott er að viðurkenna.3 Sjá hér um skoðanaskipti um þessa grein. Einnig: Nýja Ísland - óskalandið, hvenær kemur þú?
2 Nær væri að fjalla um „Þriðju leiðina“ sem Verkamannaflokkurinn gerði að sinni og Stefán Snævarr lýsir ágætlega í TMM í maí 2010, „Krataávarpinu“, en þar er að finna þá nútímalegu jafnaðarstefnu sem t.d. Samfylkingin ætlaði alltaf að fylgja og ætti að tileinka sér. 3 Höfundur kýs að setja ýmislegt hér fram í tilgátuformi því að hann er hvorki sagnfræðingur, hagfræðingur né sérfræðingur um íslensk stjórnmál. Þá eru hér alls konar alhæfingar á breiðum grundvelli því að efnið kallar á miklu ítarlegri greiningu en ein tímaritsgrein leyfir. Beðist er forláts þar sem skautað er létt yfir í stórum dráttum. 4 Josep Stiglitz skrifaði skýrslu fyrir Seðlabanka Íslands árið 2000 og varaði við ýmsum hættumerkjum. En það þurfti ekki hagfræðing til. Erlendur fræðimaður sem kom til Íslands 2006 ók um borgina og sagði: „Alltof margir byggingakranar“. Það sáu fleiri en ekki þeir sem þurftu. 5 Ásgeir Friðgeirsson skrifar í TMM í nóv. 2010 að þetta sem gerðist hafi verið „hrun vitsmuna“. Þótt hann reki vel og ítarlega það sem ég nefni hér, að vitneskjan um hvernig afstýra mátti Hruninu hafi í raun legið fyrir, þá er ég ekki viss um að ég taki undir að þegar allt hrundi sem hrunið gat (stjórnmál, hagfræði, krónan, fjölmiðlar, eftirlitsstofnanir og margt fleira samtímis) að það hafi verið andlegt skammhlaup. Ég er meiri efnishyggjumaður og tel að í stað hruns vitsmuna hafi þetta verið valdarán hagsmuna – sem létu greipar sópa meðan færi gafst. 6 Fúsk er alltof saklaust hugtak um það sem þarna gerðist þó að hluta hafi það verið svo. Þetta var skipulegt rán. Auðvitað ekki með það að markmiði að allt færi á versta veg, heldur af fullkomlega skammsýnum og eigingjörnum hvötum. 7 Enn mun einhver til sem heldur því fram að afhending Búnaðarbankans til Finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar í Samskipum með VÍS í meðgjöf hafi verið „markaðsleg“– en varla nema einn ritstjóri. Styrmir Gunnarsson hefur staðfest að Björgólfsfeðgarnir hafi fengið Landsbankann í pólitískum tilgangi; en leita þarf lengra aftur til að sjá sömu fingraför: SR-mjöl? Íslenskir aðalverktakar? Svona aðferðir eru ekki af frjálshyggjutoga og fráleitt að kenna henni sem hugmyndafræði um rán um hábjartan dag. 8 Raunverulegir frjálshyggjumenn eins og þeir sem skrifa á andriki.is hafa horn í síðu ríkisstjórna undir forystu Sjálfstæðisflokksins: „Hvernig á flokkurinn að vera trúverðugur í gagnrýni sinni á skattahækkanir og eyðslugleði vinstri stjórnar þegar hann er sjálfur búinn að hækka skatta og útgjöld“ var spurt 2009, og bent á að 2006–2008 varð methækkun á ríkisútgjöldum upp á 35%, eða 120 milljarða. (Tilvitnun tekin úr Fréttatímanum 19. ágúst 2011). 9 Nokkur umræða hefur staðið um hvort „frjálshyggja“ hafi einkennt stjórnarhætti á Íslandi áratugina fyrir Hrun og hallast ég nokkuð að máli Atla Harðarsonar um að bæði sé hugtaka-notkunin allmikið á reiki, og síðan að tímabilið hafi alls ekki uppfyllt þau skilyrði sem gera verði um frjálshyggju. Sjá til dæmis ritdóm hans um „Eilífðarvélina“, bók sem tekur á mörgum „frjálshyggjuþáttum“. (http://this.is/atli/textar /ymislegt/Um_Eilifdarvjeli na.htm.) Guðni Elísson svarar Atla ágætlega í maíhefti TMM 2010. Ég er samt ekki sannfærður um að þær kenningar sem Guðni rekur um að einkavæðingin hafi beinlínis kallað á aukin ríkisumsvif, eins og voru hér á landi, séu alveg skotheldar. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á val kýs hann frekar stundleg pólitísk uppkaup en að halda sig við hugmyndafræðilega línu. Og það er það sem hann gerði, ríkið varð framkvæmdaarmur og kosningasjóður flokksins. 10 Styrmir Gunnarsson skuldar okkur ennþá bókina þar sem hann útskýrir þetta. 11 Nota bene: Ég er ekki einn af þeim sem bendi á ótiltekin „útlönd“ eða „lönd sem við viljum bera okkur saman við“ sem fyrirmynd um þroska, þau eru eins og dæmin sanna gjör-spillt mörg á ýmsa lund. Það sem við sjáum þessi misserin er ótrúleg afhjúpun á „vestrænum lýðræðisríkjum“. 12 Þar sem ég hef kynnst stjórnmálaflokkum er hollustan ótrúlega hörð krafa, miklu harðari, tel ég, en fólk átti sig almennt á. Auðveldast er að átta sig á þessu þegar þögnin verur allsráðandi, eða þegar gagnrýnendur á eitthvert innanflokksapparat fá til tevatnsins – ekki vegna röksemdanna heldur afstöðunnar yfirleitt. Hollustan birtist líka stundum í skrin-gilegu hjarðeðli. Eftir síðustu borgarstjórnarkosningarnar þar sem Samfylking og Sjálfstæðis-flokkur guldu afhroð mættu oddvitar flokkanna á kosningavökur til að flytja „sigurræður“. Og var klappað lóf í lófa af viðstöddum. 13 Stjórnmálaflokkarnir hafa rík einkenni ættbálks að mínu mati, frekar en hugmyndasmiðju, en þá umræðu geymi ég. Líkast til er núverandi Framsóknarflokkur hreinræktaðasta birtingarmynd „veiðimanna og safnara“ á stjórnmálamörkinni. 14 Bent hefur verið á að rekja megi þessa hugsun allt aftur til þjóðveldisaldar og goðorðanna, Íslendingar hafi fært gamla höfðingjaveldið í nýjan búning hverju sinni en aldrei skilið við grundvallarhugsunina. Í uppgjörinu við Hrunið hefur mikið borið á gagnrýni á „formannaræði“ sem er nákvæmlega það sem hér er talað um. Rannsóknir á vinnubrögðum og -aðferðum Davíðs Oddssonar munu að líkindum leiða í ljós að í honum hafi höfðingjaveldið komist á efsta stigið, án þess að því sé slegið föstu hér, en eins og vitað er tileinkuðu fleiri sér sömu vinnubrögð.
15 Maður óttast reyndar að eitthvað verulega slæmt eigi eftir að koma upp í þessu efni síðar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna einstakir stjórnmálamenn í þröngum hópi kusu að gera kunningja sína að ofurauðmönnum, prívat og persónulega. Hvað gekk þeim til? Var enginn persónulegur ávinningur neins staðar í þessu? Vonandi ekki, en hingað til hefur maður ekki séð neitt sem bendir til að Íslendingar séu heiðarlegra fólk en gengur og gerist. 16 Það voru ekki ýkja margir á móti einkavæðingu ríkisbankanna á sínum tíma enda flestum fullljóst hvers konar svikamylla þeir voru. En ekki tók betra við. 17 Í áðurnefndri TMM grein lýsir Ingibjörg Sólrún ágætlega hvernig þetta gerðist eftir kosningarnar 2003 og eftir hvaða leiðum flokkurinn herti tök sín gegnum ríkisapparatið. Sem „aðferð“ er þetta ekkert nýtt í sögu Sjálfstæðisflokksins, bara miklu fágaðri leið að sama marki og Guðni Th. Jóhannesson rekur í ævisögu Gunnars Thoroddsens um það hvernig pólitísk hagsmunagæsla fór fram. 18 Viðtal í kvikmyndinni Draumalandið. 19 Í viðtali við mig á Rás 2 sagði Thor (Ólafsson) Thors, fyrrum stjórnarformaður, að þeir hefðu geymt peninga Aðalverktaka í Landsbankanum á „slankekur“ (megrunarkúr) á verðbólguárunum. Hann átti við að þeim fáu kanagreifum sem höfðu einkaréttinn hefði ekki liðist að taka allan arðinn, pólitíska veldið hefði sogið hluta af gróðanum til sín og lánað áfram gegnum bankann – vitanlega til að skapa víðtækari „hollustu“ í atvinnulífinu þrátt fyrir þessa nöktu mismunun. Í fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar á 10. áratug síðustu aldar varð síðan mikið uppnám í röðum hægrimanna þegar eigendur Aðalverktaka reyndu að leysa til sín enn meiri hagnað með brellum enda brottför hersins þá fyrirsjáanleg í kjölfar falls Berlínarmúrsins; í fyrsta sinn í áratugi rataði hermangið á síður Moggans. 20 Þessi ár lifa enn í skrautlegum munnmælum fólks sem lifði og Jakob F. Ásgeirsson gerði skil í bók sinni um haftaárin. 21 Sú kynslóð stjórnmálamanna sem senn hverfur af sjónarsviðinu hefur verið öflugasta sjálftökulið allra tíma á Íslandi. Þau borguðu ekki námslánin sín, þau borguðu ekki húsnæðislánin, þau tóku sér ríflegri eftirlaunarétt en aðrir fá, og afnámu erfðaskatt um það leyti er foreldrar þeirra kvöddu heiminn! 22 Þetta gekk nú ekki þrautalaust. Rétt fyrir lok 20. aldar fólst markaðssetning Íslands í ritinu Lowest Energy Prices (Lægsta orkuverð) þar sem lofað var lágmarksveseni út af umhverfismálum. (Sjá t.d. myndina Draumalandið.) Í dag felst arðsamasta virkjun Íslendinga í því að reyna að semja um hækkað orkuverð álvera til samræmis við það sem gengur og gerist á markaði. við áramótagreinar í Fréttablaðið sem birtust 28. og 29. des. 2009. Þar kynnti ég fyrst þessa hugmynd um Ísland sem rányrkjubú og Gunnar Smári lýsti því á mjög svipuðum nótum hvernig Íslendingar hefðu litið á erlent lánsfé einkabanka sem hverja aðra auðlind sem þyrfti að eyða – að venju. 24 Átökin á hægri væng stjórnmálanna síðasta áratuginn fyrir Hrun endurspeglar til-raunir íslenska höfðingjaveldisins til að temja auðkýfinga sem áttu ekki lengur neitt undir því. Höfðingjaveldið hafði ekki lengur vald yfir auðlind sem kom utan að. 25 Ferill Geirs Haarde er afleitur og ekki bæta úr tilraunir til að lýsa honum sem bjargvætti í rústunum, hins vegar er það fráleit niðurstaða Alþingis að hann einn skyldi hengdur út. 26 Árið 2005 skrifaði ég litla ritgerð þar sem á það var bent að samkvæmt könnunum var vantraust almennings á þingi og flokkunum komið á hættustig. Í ágúst 2006 skrifaði ég grein í Morgunblaðið þar sem sérstaklega var rakið hvernig tengsl fjármála og stjórnmála óg-nuðu lýðræðinu. Allt var þetta ljóst löngu fyrir Hrun. 27 Gunnar Helgi Kristinsson við HÍ telur sig geta fullyrt með rannsóknum að 40% af mikilvægum opinberum stöðum séu skipaðar gegnum pólitískar veitingar. Ef við reiknum með að í helmingi tilfella hefði fengist hæfari stjórnandi má reikna með að fimmti hver maður sé tjónvaldur í ríkiskerfinu með því að halda frá meiri hæfileikum en ella hefðu fengist. Þetta er óhemju hátt hlutfall. 28 Hér tala ég af reynslu sem kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík. Þrýstihópar og einstaklingar eru greinilega orðnir mjög útsmognir að „leita leiða“ innan smákóngakerfisins; nokkuð sem sannfærir mig enn frekar um hve djúpstætt vandamálið er og erfitt að vinda ofan af því. Fyrir marga virkar kerfið einfaldlega mjög vel. 29 Menn hafa talsvert velt vöngum yfir því hvers vegna „almenningur lét glepjast“ þar til íslensk heimili urðu þau skuldsettustu í heimi. Einfalda svarið er klikkað hágengi krónunnar. Þau „skilaboð“ sem neytandinn fékk á launamarkaði voru einföld: Þú ert með sterkasta gjaldmiðil í heimi, farðu og kauptu það sem þú vilt. Lánaflóðið kom svo ofan á, og þar ofan á eignabólan – en allt er þetta samtengt. 30 Dæmi um mótvægi eru sem betur fer til: Eitthvert albesta fyrirkomulag sem Ísland hefur komið á er Lánasjóður íslenskra námsmanna, því hann tryggði ekki bara jöfn réttindi til náms heldur skóp fámennri þjóð tækifæri til að senda fólk til náms við bestu háskóla í heimi með litlum tilkostnaði. Þannig stækkaði Ísland óbeint og færði okkur hámenntað atgervisfólk á ýmsum sviðum með reynslu af stóra heiminum. 31 Einar Steingrímsson stærðfræðiprófessor á heiðurinn af þessu hugtaki: and-verðleika samfélag. Sjálfur var ég svo barnalegur að halda að kerfið ynni bara gegn verðleikum. En það REFSAR stundum fyrir verðleika, því verðleikar ógna þeim sem sitja fyrir á fleti í krafti kerfisins. Besta leiðin til þess er útilokun. Ég geng ekki svo langt að fullyrða að samfélagið sé gegnsýrt af svona tossabandalögum, en þau má finna ótrúlega víða. 32 Svo maður vitni í „ríki sem við viljum bera okkur saman við“ þá hafa þau stærðina til að vinna gegn andverðleikastefnunni hjá pólitísku klíkunum; menn hafa val um vettvang og geta sannað sig annars staðar. Ef ekki vill betur. Jafnvel ögrað kerfinu. Hjá okkur er mun hættulegra og persónulegra að fara út fyrir rammann. Þetta er góð röksemd fyrir því að Ísland gangi í bandalag með öðrum þjóðum og „stækki“ reynsluheim og æfingavöll komandi kynslóða. 33 Hér er stór akur óplægður. Góð innsýn í þennan heim fæst í grein Hallgríms Helgasonar í TMM (nóv. 2010), „Draugur Group“. Einnig Guðna Elíssonar, „Árið núll“, í sama hefti. 34 Í Alþingiskosningunum 1995 (eftir fyrsta kjörtímabil Davíðs Oddssonar á forsætisráðherrastóli) buðu vinstrimenn upp á mikið úrval: Alþýðuflokk, sem var klofinn í Þjóðvaka, Alþýðubandalag sem var klofið að rótum en hékk saman á nafnspjaldinu, og Kvennalista. Þau skíttöpuðu öll og Framsókn og íhald náðu saman með samtals 40 þingmenn af 63. Úr-valið til vinstri fékk 23. Þetta var ári eftir stórsigur R-listans í Reykjavík. Þá loks varð mönnum ljóst að samfylking var eina svarið.
35 Alls ekki má gera lítið úr því hversu uppbyggingu úr rústunum miðar. Það nánast ofurmannlega verk sem beið eftir Hrunið hefur verið unnið svo að nú blasir við mun betra ástand í efnahagslegu tilliti. Á sínum tíma var engum til að dreifa nema Jóhönnu og Steingrími að bretta upp ermar og vandséð hverjum hefði tekist betur til en þeim, fyrstu skrefin eftir Hrun, þrátt fyrir allt, eins og staðan er nú. 36 Sjá t.d. www.stefanjon.is 37 Rétt áður en þessi grein fór í prent var skýrt frá rannsókn á falli sparisjóðanna, hún hefst þremur árum eftir Hrun og þegar langt er liðið á kostnaðarsaman björgunarleiðangur skattborgaranna. 38 Stefán Jón Hafstein, (2005): „Breytum rétt, leið jafnaðarmanna til móts við 21. öld-ina“; sjá www. stefanjon.is 39 Rammaáætlun um náttúrunýtingu, sem kom loks út í ágúst 2011 er að stofni til gott dæmi um hvernig á að vinna mál – en hvers vegna í ósköpunum 50 árum of seint? (Það er ekki tilviljun í rányrkjubúinu). 40 Á næstunni fara fram úrslitapróf um getu stjórnmálakerfisins. Meðferðin á tillögum stjórnlagaráðs verður mikilvæg; rammaáætlun um virkjanir gæti orðið grunnur að þjóðarsátt, en líka fjallabaksleið fyrir næsta umhverfisskúrk sem vill „affriða“ í anda Sivjar Friðleifsdóttur. Innan flokka er gerjun, Samfylkingin ætlar að setja sér umbótareglur haustið 2011, framkvæmd en ekki orð verða metin. Þar munu menn horfa til þess sem varð um tillögur Framtíðarhópsins og plaggsins um Fagra Ísland. En umfram allt mun orðstír núverandi ríkisstjórnar lifa í þeim siðbótarverkum sem hún á enn eftir að koma í framkvæmd. 41 Vegna þess að ég minntist á Stefán Ólafsson prófessor áður má minna á víðtækar skilgreiningar hans á hagsæld andspænis þröngum kröfum um sívaxandi hagvöxt. Þessi aðferð er löngu viðurkennd innan Sameinuðu þjóða-kerfisins og miklu víðar þótt Samtök atvinnulífsins og ASÍ vilji ekki við kannast. 42 Hér verða vinstrimenn og félagshyggjufólk að átta sig á að það á samleið með stórum hópi þeirra sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn. Og ögurstund er runnin upp hjá mörgum Sjálfstæðismanni: Kjarninn í flokknum sem virðir hin gömlu gildi á enga leið með auðræðinu – og því síður gamla kvalræðinu. |
![]() |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!

![]() |
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.

![]() |
Jörðin séð úr suðri |
Þannig skipti hvíti maðurinn Afríku upp. Valinn kafli úr bók minni: ,,Afríka, ást við aðra sýn".

![]() |
Sagan um framtíð Íslands |
Hvernig gæti saga Íslands orðið ef við breytum rétt?

![]() |
Nýárshugvekja 2016 |
Við ætlum að bjarga heiminum. Hvernig? Nýárshugvekja í Fríkirkjunni 2016 greinir frá því.

![]() |
Gamlar greinar um samfélagsmál |
Í þessari grein færi ég heimsbyggðarmálin heim. Spurningin er alls staðar um auð og völd.
,,Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum."
Hver er þín staða í grundvallarmálum?
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér?
Lýðræði
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust.
Stjórnarskráin, næstu skref
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur.
Auðlindir í þjóðareign
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri.
Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er.

![]() |
Umgengni við fíla |

Reiður fíll er hættulegur. Skapstyggðina sýnir hann með því að blaka eyrum, sveifla rana og hrista sig ógurlega. Þá er best að víkja úr vegi og halda sig í hæfilegri fjarlægð. Svona hegðun er kölluð ,,þykjustuárás" því sjaldnast verður úr raunveruleg atlaga. Enda nægir þetta hvaða dýri sem er til að hafa sig á brott, líka ökumanni á safaríjeppa. En setji hann undir sig hausinn, leggi eyrun aftur og hlaupi í átt að manni er fátt til bjargar - nema maður komist fljótt í fjórða gír. Gangandi maður á enga möguleika þegar 5 tonn fara af stað í alvöru árás.

![]() |
Breytum rétt frá 2005 |
Með Hruninu í október 2008 breyttist margt, og margar forsendur þess sem hér er sagt. En meginákallið stenst tímans tönn með afbrigðum vel. Krafa um lýðræðislegar umbætur andspænis auðræði. Margar af þeim hugmyndum sem þarna voru settar fram endurómuðu svo í Búsáhaldabyltingunni og í tillögum stjórnlagaráðs árið 2011.
SJH, 2012.

![]() |
Frú þorpshöfðingi |

Frú Kalemba frá samnefndu þorpi. Hún er höfðingi þorpsins. Erfði stöðuna eftir föður sinn. Þótt oftast séu höfðingjar þopanna karlar gerist það all oft að konu er treyst til þessa embættis foringja, málamiðlara og að úthluta landi. Hvað er erfiðast við starfið? Sætta fólk sem stríðir segir hún.

![]() |
Bankinn til fólksins |

Banki á hjólum kemur brunandi til fólksins. Það þarf ekki meira en pallbíl og rafmótor og tölvu til að setja upp bankaútibú í sveitinni. Stór hluti Malava hefur ekki aðgang að banka og margir vita ekki hvað það er að eiga peningaviðskipti. Þessar konur eru ekki bara reikningseigendur, heldur í viðskiptanámi. Þær stofna reikning, læra um vexti og hvernig hægt er að safna peningum. Þegar komin er næg innistæða má nota hana til að fá smálán og stofna rekstur, svo sem kaupa fræ eða leigja jarðnæði og rækta til sölu á markaði. Bankinn er fyrir fólkið hér. Ekki öfugt. Og yfirbyggingin er ekki til að skammast yfir.

![]() |
Djúprauð |

Litfagur er hann kjóllinn hennar, en alvörugefinn svipurinn.

![]() |
Mannvirki og strákur |

Mannvirkið er gjöf frá Evrópusambandinu. Brú yfir stóra á og hraðbraut að norðan og suður eftir landinu endilöngu. Mikil steypa en strákurinn á bara brókina.

![]() |
Samstarf ólíkra dýrategunda |

Hvítu hegrarnir fylgja kúnum fast eftir. Eru það skordýrin sem klaufirnar róta upp? Flærnar á baki þeirra? Fræin í skítnum? Eitthvar er það sem kýrnar gera fyrir þessa fugla og ef til vill er ávinningur gagnkvæmur.

![]() |
Vatn er líf |

Skólabörn fá sér sopa. Nú er búið að kortleggja og telja alla þá skóla í Malaví sem ekki hafa vatnsból eða salerni handa nemendum. UNICEF stendur fyrir þessu framtaki til að hvetja þá sem eitthvað hafa aflögu til að styrkja vatnsbólagerð við skólana. Ísland hefur byggt og endurgert á þriðja tug skóla í Mangochi í Malaví og vatnsból eins og þetta eru við flesta; nú er í gangi stórt íslenskt vatnsverkefni í héraðinu. Það felur í sér að koma 20 þúsund heimilum í 500 metra göngufæri við næsta vatnsból, þar sem fá má hreint og öruggt vatn. Sjá myndband um verkefni Íslendinga í Malaví hér.

![]() |
Héraðshöfðingi |
Æðstur í héraði. Höfinginn sem kenndur er við Nankumba. Hefur í mörg horn að líta því ekkert má fara framhjá honum það er til framfara horfir eða það sem deilum veldur. Hann sker úr, hlýðir á, og mælir vísdómsorð og hvatningu, orð hans eru lög, hvað sem lög landsins segja, hann er höfðingi höfðingjanna. Gamla höfingjaveldið lifir enn góðu lífi við hlið hinnar formlegu ,,stórnsýslu" landsins. Embættið gengur í erfðir, en ef fólkinu líst ekki á hann má setja hann af eða velja einhvern annan. Höfðingi þarf að vera sá sem fólkið treystir, mannasættir. Svo úthlutar hann landgæðum og er ekkert mannlegt óviðkomandi.

![]() |
Superstrákur |

Systkini bíða á heilsugæslustöðinni sem Ísland byggði í Nankumba. Er bolurinn líka kominn frá Íslandi, gamlar leyfar frá Samfylkingunni?

![]() |
Framtíð? |

Þessi unga stúlka horfir íhugul á framandi gest. Alvarleg ígrundun í augnaráðinu og spurn. Því miður, ekkert sameiginlegt tungumál til að skilja hvort annað.

![]() |
Alnæmi og páfi |

Afríkuför páfa (mars 2009) varð ekki til að auka hróður hans í sambandi við baráttuna gegn Alnæmi. Mikil gagnrýni hefur dunið á páfa fyrir að leggja ekki baráttunni lið, heldur skaða hana, með því að tala gegn notkun smokka. En smokkar eru eins og aðrar getnaðarvarnir bannfærðar af kaþólsku kirkjunni svo páfi er sjálfum sér samkvæmur. Það hjálpar bara ekki í Alnæmisbaráttunni. Meira hér.

![]() |
Manifesto á örlagatímum |
,,Ég hef aldrei verið eins stoltur að því að vera Íslendingur og ég hef verið að læra það, að, að það er ótrúleg, það, það er, það er ótrúleg gjöf að fá að vera Íslendingur og hérna, og það eru bara 300 þúsund manneskjur sem hafa fengið þá gjöf einhvernvegin frá, þessum gaur, eða hvað hann er, eða hvað þetta er. Og við eigum að, við eigum að vera svo stolt að því og við eigum að nýta það og við eigum að keppa við sjálf okkur endalaust og ekki hvort annað. Höldum því áfram og, og hérna, og breytum heiminum og, og höldum áfram með það kreativití, þú veist, þá, þá sköpunargáfu sem að býr í okkur og verum bara best...og glöð. Takk"
(Ólafur Stefánsson fyrirliði Íslands, ágúst 2008)

![]() |
Bankinn kemur á 4x4 |

Ef fólkið kemst ekki til bankans verður bankinn að koma til fólksins. Bankinn er útibú á 4x4 pallbíl sem ferðast um sveitir og hefur opið fyrir innlagnir og smálán til sveitafólksins. Þessar konur bíða eftir útibússtjóranum því nú þarf að slá lán fyrir áburði. Þetta eru athafnakonur sem nýlega fengu tækifæri til að nálgast alvöru fjármálaþjónustu með þessum hætti.

![]() |
Veftímarit - áskrift |
Veftímaritið kemur til áskrifenda gjaldfrjálst. Skráning hér.
Hér má skoða fyrri tölublöð:

![]() |
Hin mörgu andlit San fólksins |

Hin mörgu andlit San fólksins lýsa erfiðum lífsskilyrðum í Kalahari eyðimörkinni í 20 þúsund ár. Þetta er stórmerkilegur hópur sem mannfræðingar hafa rannsakað meira en nokkurn annan hóp á jörðinni. Nú eru taldir búa 100 þúsund San í heiminum, í Suður-Afríku, Namibíu og Botswana. Hér er á vefnum segir frá ýmsum hliðum mannlífs meðal San fólks.
Hér er myndasafn.
Langt, langt í burtu er lítill skóli.
Frumbyggjasáttmáli
Heimsókn í byggðir.

![]() |
Hjálp fyrir hugsjónakonu |

Stuttmyndin um hugsjónakonuna Christinu Kharassis og draum hennar um að breyta sól í orku í sumarbúðunum sem hún stofnaði handa fátækum börnum hefur kveikt í mörgum. Ég skrifaði líka grein í Fréttablaðið það sem hún kom við sögu.

![]() |
Minjar um gamla tíma |

Þjóðverjar ,,áttu" Namibíu og reistu þetta hús í þjóðleið, á því stendur ártalið 1908. Um það bil sem Íslendingar fengu heimastjórn fengu Namibíumenn þýskan arkitektúr í bæjum og úti á mörkinni. Hér gistu lestir á leið frá ströndinni inn í land.

![]() |
Andlit Afríku |
Gunnar Salvarsson almannatengslafulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar er flinkur með myndavélina og hefur fangað mörg andlit Afríku. Ljósmyndasýning hans á netinu (hér) er einkar áhugaverð. Njótið vel.

![]() |
Leikskólabörn fagna |

Eitt sinn áttum við gleðistund með leikskólabörnum í norðurhluta Namibíu, því þá var opnaður nýr leikskóli sem Þróunarsamvinnustofnun studdi. Þarna var mikið um dýrðir og sjálfsagt að leyfa fleirum að njóta! Sjá myndasafn hér.

![]() |
Góða skemmtun á þessum stað! |

Namibíumenn fá útrás fyrir sköpunargleðina í nafngiftum fyrirtækja og staða. Hér gefst manni tækifæri til að svala þorstanum á Taliban Entertainment Bar, en þeir sem drekka yfir sig geta fengið útfararþjónustu hjá ,,Wheels to heaven funeral service". En fyrst koma menn við á ,,Happy Snoopy take away" til að fá sér snarl, nú eða ,,This is the place" - hvað svo sem nú er í boði þar? Tölvufyrirtæki auglýsir prentara svofellt: ,,Happy news printers" sem auðvitað eru betri en aðrir.
