Bók Unnar Jökulsdóttur, Undur Mývatns, varð tilefni hugleiðingar um vötnin okkar. ,,Unnur fer með okkur í smásjárferð inn í lítinn dropa úr vatninu og þar er eins og að horfa út í alheiminn - óravíddir örveranna eins og stjörnuþokur. Hversu margir eru slíkir vatnsdropar á Íslandi? Hún opnar dagbók fuglatalningamannsins og yrkir óð til mýflugunnar. Eins og spæjarakona leggur hún lífsgátuna fyrir sig og býður upp á sumarlesninguna 2017. Gleymið öllum reyfurum. Allt það smáa verður allt það stóra, samhengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóðar. Mývatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að fordjarfa með tiltækum ráðum." „Vatnið er meira og minna fordjarfað og eyðilagt,“ segir Böðvar sveitarhöfðingi á Gautlöndum í Mývatnssveit í samtali við Unni Jökulsdóttur. Hún rifjar upp samtalið í nýrri bók, Undur Mývatns, þar sem haldið er til haga hvílík náttúruparadís og menningarsetur sveitin er. En silungsveiði hrunin. Kúluskíturinn er geirfugl okkar tíma, (næstum?) útdauður. Þessi furðulega lífvera sem hvergi fannst á jarðríki nema í Mývatni og öðru slíku í Japan. Unnur hefði getað sagt frá fleiru: Skolpinu veitt í vatnið eins og þrumu lostin þjóð sá í Kastljósi og óforskammaðir menn reisa hótelvegg 50 metra frá bakkanum í blóra við lög. Munum það næst Icelandair. Mývatn er komið á rauðan válista Umhverfisstofnunar, sem þýðir: Óbætanleg hætta í nánd. I. Lítil bók með stórt erindiÞetta er merkileg bók. Persónuleg um leið og hún þræðir stigu þjóðmenningar, sveitalífs og náttúruvísinda af miklu innsæi og virðingu með hrífandi sögum, lýsingum og skýringum á því sem fyrir skilningarvitin ber. Vottar landinu okkar virðingu, fólkinu og sögum þess.Viðtöl við gamla karla, gluggað í skræður, rölt með Geirastaðafrúnni í eggjaleit eða með smástelpum í gjáarlontuveiðar. Og við hlið Unnar meðvísindalegar skýringar sem skila sér á alþýðlegan hátt, eiginmaður, náttúrufræðingur og listamaður; Árni Einarsson er greinilega ráðgefandi um Undurs Mývatns. Vatnslitamyndir hans yndi og öfundsverðar hverjum þeim sem gutlað hefur með pensil. ![]() Undur Mývatns eftir Unni Jökulsdóttur.
Bókin hefur í mínum huga miklu víðari skírskotun og stærra svið en nafnið og umfjöllunarefnið sjálft gefa til kynna. Hún er um vötnin okkar. Það eru ekki nema örfáir áratugir síðan virkjanatröll vildu heimta Mývatn og Laxá ásamt Svartá í Bárðardal í risavaxið lón og stíflu á einhverjum fegursta stað Íslands. Hugrakkir heimamenn sprengdu síðar stíflu við Miðkvísl í fyrsta „umhverfishryðjuverki“ sögu okkar og stöðvuðu ill áform. Enn er klappaður steinninn. Fyrir nokkrum árum átti að hækka stífluvegginn niður í Laxárdal og stækka lón fyrir örfá skítleg megavött undir því hlægilega yfirskini að skila öruggara rafmagni til Húsavíkur (!). Og núna, einmitt núna, á að gera aðra árás á Svartá í Bárðardal, sem við köllum „Litlu Laxá“ vegna fegurðar, fuglalífs og urriðans sem er svo sprækur í kvíslum hraunsins sem kennt er við ódæði. Svartá er líka forðabúr húsanda þegar illar árar á Mývatni. Nú á að stífla verndarsvæði hennar, taka í stokk. Vill svo heppilega til að megavattatalan er sérstaklega fundin til að komast hjá umhverfismati, en slapp samt ekki í gegn - í bili. Þessi litla fagra bók á stórt erindi. Allt það góða sem Unnur skrifar um undur Mývatns er í stærra samhengi um þau skítseiði sem við erum og það tjón sem við vinnum. II. Vatn er almenningseign„Vatn er það dýrmætasta sem fyrir finnst á jörðinni og því má segja að „blátt gull“ sé ekki rangnefni yfir vatnið. Íslendingar eru heppnir að hafa vatnsauðlind sem er eins sjálfbær og raun ber vitni en í síbreytilegum heimi er vert að staldra við og kanna hvort gera megi betur.“ (Bláa gullið, Kjarninn). Staldra við? Til dæmis á Selfossi sem kallar sig Árborg og hugsa um hvernig íbúar þar dæla skólpinu beint út í Ölfusá? Sótt er að vötnum okkar víða. Vötnin, vatnið sjálft er auðlind og ætti að vera stjórnarskrárvarið sem almenningseign. Þjóðin, sem getur ekki einu sinni stöðvað endalaust sífur um að klípa af Þjórsárverum, kann auðvitað engin ráð til að vernda þjóðargersemina Þingvallavatn. Orkuveitan dælir linnulaust heitu afgangsvatni frá Nesjavallavirkjun út í þennan blátæra vatnsgeim sem hún lítur á sem hverja aðra þró. Í Þorsteinsvík er baðvolgt vatn: Ylströnd fyrir Ísaldarurriða. Kísilúrfellingar á botninum víða vegu fyrir landi Nesja eins og í Bláa lóninu. (Þetta er sams konar sukk og í Bjarnarflagi við Mývatn sem Ómar Ragnarsson kallar hernað gegn undrum Mývatns og þar sem helsti talsmaður aðal umhverfisverndarflokksins vildi virkja fyrir kolaofnana á Bakka við Húsavík.) Skammt undan Nesjavöllum var unnið mesta umhverfispellvirki síðari tíma þegar eiturhernaður gegn lífríkinu var rekinn fyrir Sogsvirkjanir sem síðar leiddu til hrakfalla sem urðu næstum til að útrýma einstæðum fiskistofni. Af því að hernaðurinn gegn Þingvallavatni er linnulaus þurfti lánlaus ríkisstjórn á síðari árum að heimila þungaflutninga gegnum þjóðgarðinn með tilheyrandi mengun og hávaðadjöfulskap. Rithöfundur eins og Unnur hefði geta tekið annað líf í að rekja fræði, sögur, tala við gamla karla og kerlingar og rýna örverurnar og hlýða á röfl andfuglanna og væl himbrimans við Þingvelli, þennan meinta þjóðhelga stað sem er okkur öllum til skammar. Þess í stað nennum við ekki að tala enn einu sinni um „fráveitumálin“ sem eru álíka slæm þar og fyrir norðan, og því síður um hvernig forréttindastéttin íslenska helgaði sér þar sumarhúsabyggð með fádæma klíkuskap og spillingu - nema núna ætlum við víst að kaupa aftur húsgrunn fyrir 70 milljónir af einhverjum sem byggði þar í óleyfi - inni í „þjóðgarði“. Vötnin okkar og árnar: Nú skal tekið næsta óheillaskref óhikað og af eindrægni, fylla firði okkar af norskættuðum eldislaxi sem mun sleppa og sækja í árnar okkar. Já, hann mun sleppa eins og minkarnir sem dreifðu sér um landið og hann mun erfðamenga árnar okkar framvegis eins hann hefur hingað til gert hér heima og erlendis. Við ætlum að senda margfalt fleiri eldislaxa upp í árnar okkar en nemur heildarstæð íslenska laxastofnsins. Í hverri okkar laxveiðiá býr einstakur lítill stofn með eigin einstæðu erfðaeinkenni, telur stundum ekki nema nokkur hundruð hrygningarfiska. Í hverjum hyl lítil laxafjölskylda sem af ratvísi sinni leitar til síns heima á vorin og væri söguefni í bók. Nú ætlum við að herja á þetta brothætta lífríki með norsku kapítali sem ekki fær lengur að vinna sams konar hryðjuverk í heimalandi sínu enda tjónið löngu óbætanlegt þar. Þetta skulum við endilega gera vötnunum okkar. Enda svo smekklega siðlaust. Í krafti þess að við viljum breyta fjórum kílóum af sjávarfiski í fóður til að framleiða eitt kíló af sporðbúnum svínum fjarðanna. Biðjum höfund eins og Unni að líta með okkur í Grenlæk sem er á náttúruminjaskrá, undur sem rennur um hraunin í Landbroti og geymir tignarlegan sjóbirtingsstofn. Þarna hafa Vegagerðin og Orkustofnun vísvitandi veitt vatni burt svo lækurinn þornar hvað eftir annað, síðast í fyrrasumar, en hefur gerst fyrr - af mannavöldum, með miklu tjóni. Um það sagði forstjóri Veiðimálastofnunar: „Ef þessu er bara lokað eins og Landgræðslan vill gera þá náttúrlega einfaldlega þorna þessir lækir og þá getum við gleymt þeim. Þá drepst allt og það finnst okkur dálítið drastísk aðgerð miðað við að þarna er gríðarleg sjóbirtingsveiði. Og Grenlækur er nú einu sinni á Náttúruminjaskrá út af lífríki og fuglalífi.“ Böðvar á Gautlöndum hefði kallað það fordjörfun. Ég hef gengið með stöng um Eldhraunið þar sem vatnið sprettur fram undan fugladritsþúfum og klettadröngum. Farið um gljúfur Seglbúðalands og séð sjóbirtingsdrjólana í djúpum hyljum og stórbleikjur undir bökkum.Staðið í sefinu í Fitjaflóði og hlustað á þyt frá kvöldflugi anda og séð rastir af göngufiskum á fleygiferð; farið niður á sandana ógnarlegu eftir stikuðum slóðum á hnédjúpu vatni þar sem áin sameinast Skaftá í Veiðiós með þrumandi brimölduna skammt undan. Komið á jólaföstu í hvítri jafnfallinni fönn á svörtum brunasöndum og hraunum og séð ástarhreiður fiskanna og hvernig þeir koma á svifi eins og kolamolar á lit upp í vatnsborð undir brogandi norðurljósum á næturhimni. Horft á jöklaleikhúsið sem rammar allt þetta inn, þetta stóra og smáa, sem einnig eru sögusvið eins og Unnur lýsir Mývatni; enn þá eru það mest ósagðar sögur, eitt og eitt vitni snýr aftur og skilur ekki ofstopann gegn undrinu. III. Segjum sögur og verndum náttúruÍ tóni og áferð minnir þessi bók Unnar á söguna sem Steinunn Sigurðardóttir birti um Heiðu fjalldalabónda í fyrra. Skáldleg sýn, nostur við smáatriði sem öll skipta máli og svo hin stóra vídd þar græðgi og ofbeldi leika hlutverk. Hinn dásamlegi kafli Unnar um ævi húsandarinnar er bara brot af öllum andasögum landsins, öllum fuglasögum. Að rölta með Hjördísi á Geirastöðum í eggjatínslu er saga sem lúrir við hvern þann hálffallna girðingarstaur sem hangir uppi í landinu, í hverju hrauni, við hvern bæ, meðan Hjördís kjaftar við endurnar eins og hún lærði af ömmu sinni. Eða kvika telpan í sveitinni sem skýst á lontuveiðar, eins og lítil útgáfa af Línu langsokk - okkar fólk, okkar arfur. Auðvitað er Mývatn einstakt og þess vegna getur þjóðin sem kann ekki að friðlýsa hálendið ekki heldur verndað það, sett kúluskítinn á þann virðingarsess sem Japanar gera og stundað hreinlæti nema eins og í fátæku þróunarlandi. Unnur fer með okkur í smásjárferð inn í lítinn dropa úr vatninu og þar er eins og að horfa út í alheiminn - óravíddir örveranna eins og stjörnuþokur. Hversu margir eru slíkir vatnsdropar á Íslandi? Hún opnar dagbók fuglatalningamannsins og yrkir óð til mýflugunnar. Eins og spæjarakona leggur hún lífsgátuna fyrir sig og býður upp á sumarlesninguna 2017. Gleymið öllum reyfurum. Allt það smáa verður allt það stóra, samhengið í lífi okkar og sögu, lands og þjóðar. Mývatn er ekki bara Mývatn heldur vötnin okkar öll - sem við nú reynum að fordjarfa með tiltækum ráðum.
|
![]() |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!

![]() |
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.

![]() |
Jörðin séð úr suðri |
Þannig skipti hvíti maðurinn Afríku upp. Valinn kafli úr bók minni: ,,Afríka, ást við aðra sýn".

![]() |
Sagan um framtíð Íslands |
Hvernig gæti saga Íslands orðið ef við breytum rétt?

![]() |
Nýárshugvekja 2016 |
Við ætlum að bjarga heiminum. Hvernig? Nýárshugvekja í Fríkirkjunni 2016 greinir frá því.

![]() |
Gamlar greinar um samfélagsmál |
Í þessari grein færi ég heimsbyggðarmálin heim. Spurningin er alls staðar um auð og völd.
,,Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum."
Hver er þín staða í grundvallarmálum?
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér?
Lýðræði
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust.
Stjórnarskráin, næstu skref
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur.
Auðlindir í þjóðareign
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri.
Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er.

![]() |
Umgengni við fíla |

Reiður fíll er hættulegur. Skapstyggðina sýnir hann með því að blaka eyrum, sveifla rana og hrista sig ógurlega. Þá er best að víkja úr vegi og halda sig í hæfilegri fjarlægð. Svona hegðun er kölluð ,,þykjustuárás" því sjaldnast verður úr raunveruleg atlaga. Enda nægir þetta hvaða dýri sem er til að hafa sig á brott, líka ökumanni á safaríjeppa. En setji hann undir sig hausinn, leggi eyrun aftur og hlaupi í átt að manni er fátt til bjargar - nema maður komist fljótt í fjórða gír. Gangandi maður á enga möguleika þegar 5 tonn fara af stað í alvöru árás.

![]() |
Breytum rétt frá 2005 |
Með Hruninu í október 2008 breyttist margt, og margar forsendur þess sem hér er sagt. En meginákallið stenst tímans tönn með afbrigðum vel. Krafa um lýðræðislegar umbætur andspænis auðræði. Margar af þeim hugmyndum sem þarna voru settar fram endurómuðu svo í Búsáhaldabyltingunni og í tillögum stjórnlagaráðs árið 2011.
SJH, 2012.

![]() |
Frú þorpshöfðingi |

Frú Kalemba frá samnefndu þorpi. Hún er höfðingi þorpsins. Erfði stöðuna eftir föður sinn. Þótt oftast séu höfðingjar þopanna karlar gerist það all oft að konu er treyst til þessa embættis foringja, málamiðlara og að úthluta landi. Hvað er erfiðast við starfið? Sætta fólk sem stríðir segir hún.

![]() |
Bankinn til fólksins |

Banki á hjólum kemur brunandi til fólksins. Það þarf ekki meira en pallbíl og rafmótor og tölvu til að setja upp bankaútibú í sveitinni. Stór hluti Malava hefur ekki aðgang að banka og margir vita ekki hvað það er að eiga peningaviðskipti. Þessar konur eru ekki bara reikningseigendur, heldur í viðskiptanámi. Þær stofna reikning, læra um vexti og hvernig hægt er að safna peningum. Þegar komin er næg innistæða má nota hana til að fá smálán og stofna rekstur, svo sem kaupa fræ eða leigja jarðnæði og rækta til sölu á markaði. Bankinn er fyrir fólkið hér. Ekki öfugt. Og yfirbyggingin er ekki til að skammast yfir.

![]() |
Djúprauð |

Litfagur er hann kjóllinn hennar, en alvörugefinn svipurinn.

![]() |
Mannvirki og strákur |

Mannvirkið er gjöf frá Evrópusambandinu. Brú yfir stóra á og hraðbraut að norðan og suður eftir landinu endilöngu. Mikil steypa en strákurinn á bara brókina.

![]() |
Samstarf ólíkra dýrategunda |

Hvítu hegrarnir fylgja kúnum fast eftir. Eru það skordýrin sem klaufirnar róta upp? Flærnar á baki þeirra? Fræin í skítnum? Eitthvar er það sem kýrnar gera fyrir þessa fugla og ef til vill er ávinningur gagnkvæmur.

![]() |
Vatn er líf |

Skólabörn fá sér sopa. Nú er búið að kortleggja og telja alla þá skóla í Malaví sem ekki hafa vatnsból eða salerni handa nemendum. UNICEF stendur fyrir þessu framtaki til að hvetja þá sem eitthvað hafa aflögu til að styrkja vatnsbólagerð við skólana. Ísland hefur byggt og endurgert á þriðja tug skóla í Mangochi í Malaví og vatnsból eins og þetta eru við flesta; nú er í gangi stórt íslenskt vatnsverkefni í héraðinu. Það felur í sér að koma 20 þúsund heimilum í 500 metra göngufæri við næsta vatnsból, þar sem fá má hreint og öruggt vatn. Sjá myndband um verkefni Íslendinga í Malaví hér.

![]() |
Héraðshöfðingi |
Æðstur í héraði. Höfinginn sem kenndur er við Nankumba. Hefur í mörg horn að líta því ekkert má fara framhjá honum það er til framfara horfir eða það sem deilum veldur. Hann sker úr, hlýðir á, og mælir vísdómsorð og hvatningu, orð hans eru lög, hvað sem lög landsins segja, hann er höfðingi höfðingjanna. Gamla höfingjaveldið lifir enn góðu lífi við hlið hinnar formlegu ,,stórnsýslu" landsins. Embættið gengur í erfðir, en ef fólkinu líst ekki á hann má setja hann af eða velja einhvern annan. Höfðingi þarf að vera sá sem fólkið treystir, mannasættir. Svo úthlutar hann landgæðum og er ekkert mannlegt óviðkomandi.

![]() |
Superstrákur |

Systkini bíða á heilsugæslustöðinni sem Ísland byggði í Nankumba. Er bolurinn líka kominn frá Íslandi, gamlar leyfar frá Samfylkingunni?

![]() |
Framtíð? |

Þessi unga stúlka horfir íhugul á framandi gest. Alvarleg ígrundun í augnaráðinu og spurn. Því miður, ekkert sameiginlegt tungumál til að skilja hvort annað.

![]() |
Alnæmi og páfi |

Afríkuför páfa (mars 2009) varð ekki til að auka hróður hans í sambandi við baráttuna gegn Alnæmi. Mikil gagnrýni hefur dunið á páfa fyrir að leggja ekki baráttunni lið, heldur skaða hana, með því að tala gegn notkun smokka. En smokkar eru eins og aðrar getnaðarvarnir bannfærðar af kaþólsku kirkjunni svo páfi er sjálfum sér samkvæmur. Það hjálpar bara ekki í Alnæmisbaráttunni. Meira hér.

![]() |
Manifesto á örlagatímum |
,,Ég hef aldrei verið eins stoltur að því að vera Íslendingur og ég hef verið að læra það, að, að það er ótrúleg, það, það er, það er ótrúleg gjöf að fá að vera Íslendingur og hérna, og það eru bara 300 þúsund manneskjur sem hafa fengið þá gjöf einhvernvegin frá, þessum gaur, eða hvað hann er, eða hvað þetta er. Og við eigum að, við eigum að vera svo stolt að því og við eigum að nýta það og við eigum að keppa við sjálf okkur endalaust og ekki hvort annað. Höldum því áfram og, og hérna, og breytum heiminum og, og höldum áfram með það kreativití, þú veist, þá, þá sköpunargáfu sem að býr í okkur og verum bara best...og glöð. Takk"
(Ólafur Stefánsson fyrirliði Íslands, ágúst 2008)

![]() |
Bankinn kemur á 4x4 |

Ef fólkið kemst ekki til bankans verður bankinn að koma til fólksins. Bankinn er útibú á 4x4 pallbíl sem ferðast um sveitir og hefur opið fyrir innlagnir og smálán til sveitafólksins. Þessar konur bíða eftir útibússtjóranum því nú þarf að slá lán fyrir áburði. Þetta eru athafnakonur sem nýlega fengu tækifæri til að nálgast alvöru fjármálaþjónustu með þessum hætti.

![]() |
Veftímarit - áskrift |
Veftímaritið kemur til áskrifenda gjaldfrjálst. Skráning hér.
Hér má skoða fyrri tölublöð:

![]() |
Hin mörgu andlit San fólksins |

Hin mörgu andlit San fólksins lýsa erfiðum lífsskilyrðum í Kalahari eyðimörkinni í 20 þúsund ár. Þetta er stórmerkilegur hópur sem mannfræðingar hafa rannsakað meira en nokkurn annan hóp á jörðinni. Nú eru taldir búa 100 þúsund San í heiminum, í Suður-Afríku, Namibíu og Botswana. Hér er á vefnum segir frá ýmsum hliðum mannlífs meðal San fólks.
Hér er myndasafn.
Langt, langt í burtu er lítill skóli.
Frumbyggjasáttmáli
Heimsókn í byggðir.

![]() |
Hjálp fyrir hugsjónakonu |

Stuttmyndin um hugsjónakonuna Christinu Kharassis og draum hennar um að breyta sól í orku í sumarbúðunum sem hún stofnaði handa fátækum börnum hefur kveikt í mörgum. Ég skrifaði líka grein í Fréttablaðið það sem hún kom við sögu.

![]() |
Minjar um gamla tíma |

Þjóðverjar ,,áttu" Namibíu og reistu þetta hús í þjóðleið, á því stendur ártalið 1908. Um það bil sem Íslendingar fengu heimastjórn fengu Namibíumenn þýskan arkitektúr í bæjum og úti á mörkinni. Hér gistu lestir á leið frá ströndinni inn í land.

![]() |
Andlit Afríku |
Gunnar Salvarsson almannatengslafulltrúi Þróunarsamvinnustofnunar er flinkur með myndavélina og hefur fangað mörg andlit Afríku. Ljósmyndasýning hans á netinu (hér) er einkar áhugaverð. Njótið vel.

![]() |
Leikskólabörn fagna |

Eitt sinn áttum við gleðistund með leikskólabörnum í norðurhluta Namibíu, því þá var opnaður nýr leikskóli sem Þróunarsamvinnustofnun studdi. Þarna var mikið um dýrðir og sjálfsagt að leyfa fleirum að njóta! Sjá myndasafn hér.

![]() |
Góða skemmtun á þessum stað! |

Namibíumenn fá útrás fyrir sköpunargleðina í nafngiftum fyrirtækja og staða. Hér gefst manni tækifæri til að svala þorstanum á Taliban Entertainment Bar, en þeir sem drekka yfir sig geta fengið útfararþjónustu hjá ,,Wheels to heaven funeral service". En fyrst koma menn við á ,,Happy Snoopy take away" til að fá sér snarl, nú eða ,,This is the place" - hvað svo sem nú er í boði þar? Tölvufyrirtæki auglýsir prentara svofellt: ,,Happy news printers" sem auðvitað eru betri en aðrir.
