Er hægt að skjóta fátækum sveitaþorpum óralangt fram á við með fjárfestingu sem nemur 8000 kr. á mann í fimm ár? Það segir Jeffrey Sachs hagfræðingur við Columbia háskóla sem stendur fyrir slíku átaki í völdum þorpum á 18 stöðum í Afríku. En þótt vonir vakna kvikna líka efasemdir...
Það fyrsta sem mætti augum okkar var banki á hjólum. Pallbíll með lítilli skrifstofu aftaná, við lúgu stóð fólk í röð og beið eftir gjaldkera, við bílstjórasætið var smáborð og ritari með tölvu. Allt knúið rafmótor sem malaði skammt undan. Þetta bankaútibú fer um fjarlæg sveitaþorp á sínum 4 x 4 og tryggir smábændum og athafnakonum aðgang að lánum og innistæðum. Til þessa hefur fólkið enga reynslu af bankaviðskiptum. Í næsta húsi var regnvatni safnað í þakrennur sem veittu vatninu beint í steyptan tank til að eiga yfir þurrkatímann og vökva akurinn. Og svona hélt þetta áfram. Alls konar dæmi um framsæknar hugmyndir sem innleiddar eru í þessu Þúsaldarþorpi, sem kennt er við þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Á einum stað fiskitjörn bænda, á öðrum stað geitakofi fyrir bónda sem fékk þær gefnar til að hefja rækt; ...sami maður hafði notað gróða af aukinni uppskeru til að fjárfesta í smávöruverslun. Þessi aukna uppskera fékkst eftir að bændum var gefinn áburður gegn því að leggja fram korn á móti í skólamáltíðir. Stór kornhlaða var í byggingu til að hægt væri að safna saman uppskeru smábænda og selja kaupmönnum í heildsölu, hver og einn þarf því ekki að fara langar leiðir á markað. Konur skiptast á að elda skólamáltíðir sem hafa fjölgað nemendum úr 400 í 500. Já, og meira að er komin heilsugæsla á svæðið. Allt í fullum gangi.
Þetta er ,,skólastofa" í byggðarkjarnanum. Einn skóli af mörgum, afskekktur, þak, tafla, steinar sem skólabekki, bætur liggja hér og þar enda matartími. 500 börn í skólanum, 3 kennarar og skólastjóri. Með skólamáltíðum hefur tekist að fjölga börnum úr 400 í 500 sem sækja skólann. Bændur sem fá áburð gangast undir að skila til baka korni sem notað er í skólamáltíðir, og konur úr þorpinu skiptast á að elda: Spurning um sjálfbærni Tekjuaukinn sem á að skapast við innspýtingu af áburði, fræjum og sölukerfi stendur eftir því sem næst verður komist ekki undir allri fjárfestingunni. Í nokkur ár er ,,gullöld” en hvað tekur svo við? Steypta korngeymslan sem við sáum hjá einum bændanna kostar að jafnvirði 20 þúsunda íslenskra króna, sem er langt handan við kaupgetu almennra bænda. Samt væri fróðlegt að reikna það dæmi til enda hvort svona geymslur gætu ekki staðið undir sér með því að minnka fáránlega rýrnum. Vatnstankurinn er miklu dýrari og enginn hefur efni á slíkum búnaði sjálfur. Bankastarfsemin er með niðugreiddum vöxtum frá verkefnisstjórn. Kornhlaðan er fyrir samvinnufélag sem enn hefur ekki verið stofnað og bændur hafa enga þekkingu á. Heilsugæslustarfsmennirnir eru á launum frá verkefninu, fólkið í sveitinni á ekki peninga til að borga komugjöld eða greiða lyf. Stendur þá verkefnið einhvern tíman undir sér? Verður hægt að sleppa af því hendinni? Grundvallarhugmyndin er að svo sé. Að aukin uppskera, markaðssetning og aðgangur að fjármálaþjónustu auk nýrra framleiðslugreina skili svo mikilli auðsköpun að samfélagið hafi sjálft efni á skólamáltíðum, heilsugæslu og öðrum lífsgæðum sem eru undirstaða velmegunar.
Hugmyndin að Þúsaldarþorpum hefur margt við sig: Hún tekur á mörgum þáttum í einu en vasast ekki í sundurleitum smáverkefnum. En gagnrýnendur virðast hafa margt til síns máls þegar þeir efast um að enn ein töfralausnin og stórátakið í þróunarmálum gangi upp á mettíma. |
![]() |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!

![]() |
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.

![]() |
Viðtal um spillingu |
Hér er birt uppskrift að viðtali sem tekið var í Silfri Egils í janúar 2012. Viðtalið fór víða og hefur mikið verið leikið á youtube.com. Hér eru valdir kaflar sem enn eiga við, því miður, um spillingu á Íslandi og fleira henni tengt.

![]() |
Táknmál fyrir alla í Zimbabwe |
Í Zimbabwe hafa þau gefið út einfalda táknmálsorðabók fyrir almenning svo hægt sé að læra undirstöðuatriðin í því að tala við heyrnarlausa. Einföld bók, ódýr og kennir undirstöðuatriðin. Í Zimbabwe, Botswana og Namibíu eru sjónvarpsfréttir táknaðar á táknmáli jafnóðum og þær eru fluttar heyrandi. Það er ekki hægt á Íslandi.

![]() |
Tveir á palli |

Hlaðnir vörubílar taka tóma brúsa til að kaupa eldsneyti, fulla poka til að selja á markaði, og fjölda fólks á ferð sem þarf að komast leiðar sinnar. Meðan vörubíllinn brunar kjafta þessir tveir á palli og vegurinn framundan er beinn og breiður.

![]() |
Fas barna |

Þrjár hnátur á ferð. Kraftur, fjör, leikur í fótataki og fullorðinshjólið skal með. Gæti verið hvar sem er í heiminum.

![]() |
Hlébarðaskítur |

Merkilegur fundur á mörkinni. Hér skeit hlébarði eftir góða næturveiði. Við sjáfum leyfar af feldi antilópu og beinarusl. Hýena hefði melt beinin líka og skitið hvítu. Svona má lesa landið og læra af skítnum hver var á ferð! Svartur ljónaskítur táknar að ljónið drakk mikið blóð....

![]() |
Gjugg! |

Stundum þykjast konurnar við vegarbrúnina vera andsnúnar því að sitja fyrir á mynd. Þær vilja fyrst selja manni tómata og þá hugsanlega má ræða myndatöku. Heimamenn hafa lært að nú má skoða myndir á stafrænum myndavélum strax að töku lokinni og vilja garnan fá að sjá, það er hin besta skemmtun sem ráða má af hlátrasköllum og flissi kvennanna. Þessi til hægri vildi endilega vera með!

![]() |
Listamenn selja bílavarahluti |

Þegar ljósaskiltin eru of dýr, prentkostnaður líka, og kannski ekki úr miklu að moða með starfræna ljósmyndatækni, grípur maður pensilinn og trönurnar og málar lagerinn á búðina! Heddpakkningar, kerti og platínur, olíudælur og demparar: Við eina af aðalgötum Maputo í Mósambik hafa hin listrænu tilþrif bílavarahlutasalanna sett menningarlegan blæ á viðskipti sem að öllu jöfnu þykja heldur ,,ófín". Hér má sjá listaverkin í myndaröð.

![]() |
Bolir! Buxur! Og allskonar! |

Það þarf næmt auga fyrir hinu sjónræna til að búa til svona innsetningu. Á Vesturlöndum stundar fólk listnám á háskólastigi til að komast í þennan ,,Dieter Roth" klassa, en í Mósambik þarf bara duglega kvinnu sem veit hvað selst til að setja upp svona veislu fyrir augað.

![]() |
Piri Piri |

Heimagerð piparsósa, Piri Piri, sem er eitt höfuðeinkenni á matargerð í Mósambik og víðar um sunnanverða Afríku. Hér er metnaðarfull kona á ferð, komin með hannað söluskilti við þjóðveginnn og eigin ,,merki" á flöskurnar, uppvaxandi stórveldi ef marka má markaðssetninguna. En hún var ekki við sjálf þegar við renndum hjá!

![]() |
Yfirlýsing á bol |

Lífið er fiskur. Nær Sölku Völku verður ekki komist á suðlægum breiddargráðum í fiskiþorpi.

![]() |
Fiskiörninn vakir |
Fiskirörninn eignar sér tré og horfir vökulum augum yfir veiðilendur sínar. Við trjábolinn hafa termítarnir komið sér upp haug.

![]() |
Hætta til hægri |


![]() |
Oryx |
Einkennisdýr Namibíu, ein fegursta og stæltasta antilópan. Metur vel eyðimerkur og getur verið langtímum saman án vatns, einstaklega hitaþolin skepna. Vegur 600-800 kíló og drepur hæglega ljón með hornum sínum. Það er tignarlegt að sjá hafrana renna saman og heyra glym hornanna þegar þeir láta finna fyrir sér í slagnum um forystu í hjörðinni.
Það er merkilegt að bæði kyn hafa þessi stóru horn og ekki auðvelt að greina mun á þegar fara saman stórar hjarðir. Athyglisverð tilgáta er um þetta: Þar sem kynjunum svipar svo saman umbera gömlu tarfarnir frekar ung karldýr sín á meðal lengur en gengur og gerist í antilópuhjörðum. Þetta eykur til muna lífslíkur ungra tarfa því þeir njóta verndar móður þeim mun lengur í harðbýlu landi. En svo kemur sá dagur að þeir verða að víkja.
Oryx er ljúffeng skepna sem engin kjötæta ætti að láta fram hjá sér fara án þess að fá vatn í munninn.

![]() |
Minjar um gamla tíma |

Þjóðverjar ,,áttu" Namibíu og reistu þetta hús í þjóðleið, á því stendur ártalið 1908. Um það bil sem Íslendingar fengu heimastjórn fengu Namibíumenn þýskan arkitektúr í bæjum og úti á mörkinni. Hér gistu lestir á leið frá ströndinni inn í land.

![]() |
Börn að leik |

Börnunum í Namibíu finnst ákaflega gaman að því þegar tekin er mynd af þeim. Og á þessum róló í Usakos er ekki mikið um að vera, nema þetta fjör sem skapast þegar mörg börn koma saman og útlendingurinn tekur myndir!

![]() |
Á borgarafundi |
Aldraður Himbi situr borgarafund um vatnsból og leikskóla.
