(Fyrir Fréttablaðið 23. maí)
Árangurinn af þeim hefur vakið svo mikla athygli að jafnvel alvöru bankar eru farnir að hugleiða að setja á stofn deildir til að sinna þessu. Smálánastarfsemi felst í því að tryggja einstaklingum og litlum fyrirtækjum uppbyggingarfé eða veltufjármuni gegn lágum vöxtum. Oft eru þetta samvinnufélög, eins og það sem Meme Martha gekk í, þar sem félagar ábyrgjast í raun skilvísar greiðslur hinna. Þetta skapar félagslegan þrýsting á að fólk borgi upp, en líka vettvang til að smárekendur eins og Meme Martha geti miðlað reynslu og lært um leið af öðrum. Lánsfé fór að hluta í að setja upp sölustand fyrir kjóla svo þeir sæust frá veginum og þrátt fyrir harða samkeppni frá innfluttum kínverskum fötum vill fólk heldur saumaskapinn hennar. Ennþá hefur ekkert lán verið afskrifað og nú á að færa út kvíarnar með því að meðalsmá fyrirtæki geta fengið lán sem nema allt að 200 þúsund krónum. Af öllum lánunum er aðeins rúmt prósent talið ,,áhættulán” hverju sinni, sem sannar skilvísi. Þetta eru ekki háar upphæðir og engin ,,alvöru” bankastofnun lítur við þeim. Þetta er samt fjármálastarfsemi sem hefur sannað sig. Hún starfar eftir ströngum reglum þótt viðfangsefnið sé smátt í sniðum. Fyrir hvern lánþega er búinn til ,,efnahagsreikningur” þar sem óhjákvæmilegt er að skarist fjöskylduhagir og viðskiptahagsmunir því skilin á milli eru ekki glögg. En eins og einstaklingar í rekstri þroskast yfir á viðskiptabrautina taka hagræðingar eftir að þessar þróunarstofnanir færast æ nær því að vera fjármálastofnanir. Í sumum tilvikum er jafnvel talað um að hægt sé að setja þær á hlutafélagamarkað. Fjöldi smálánastofnana og -félaga í heiminum hefur margfaldast á liðnum árum, í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Stórblöð eins og The Economist leggja nú til að ,,velgjörðarmenn” hætti afskiptum af þessu, bisnessinn hafi sannað sig og nú eigi einkaframtakið að sjá um málin. Fyrir Meme Mörthu er það bara fræðileg umræða. Hún tók nýlega enn eitt lánið til að auka umsvifin, því vissulega hefur gengið á ýmsu. Henni varð á og offjárfesti í húsnæði svo það tók tíma að rétta sig af, en möguleikarnir liggja í því að fjölga vélum, ráða saumafólk og sölumenn og virkilega færa út kvíarnar. Á meðan nýtir hún líka fast sparnaðarform sem samvinnufélagið býður uppá. 500 krónur á mánuði eru lagðar til hliðar. Hvers vegna? Hún og maður hennar vita að þegar dóttirin verður 18 ára þarf að eiga fyrir háskólamenntun handa henni. Það þarf ekki nema smá lán til að stórir draumar verði til. |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.
Viðtal um spillingu |
Hér er birt uppskrift að viðtali sem tekið var í Silfri Egils í janúar 2012. Viðtalið fór víða og hefur mikið verið leikið á youtube.com. Hér eru valdir kaflar sem enn eiga við, því miður, um spillingu á Íslandi og fleira henni tengt.
Táknmál fyrir alla í Zimbabwe |
Í Zimbabwe hafa þau gefið út einfalda táknmálsorðabók fyrir almenning svo hægt sé að læra undirstöðuatriðin í því að tala við heyrnarlausa. Einföld bók, ódýr og kennir undirstöðuatriðin. Í Zimbabwe, Botswana og Namibíu eru sjónvarpsfréttir táknaðar á táknmáli jafnóðum og þær eru fluttar heyrandi. Það er ekki hægt á Íslandi.
Tveir á palli |
Hlaðnir vörubílar taka tóma brúsa til að kaupa eldsneyti, fulla poka til að selja á markaði, og fjölda fólks á ferð sem þarf að komast leiðar sinnar. Meðan vörubíllinn brunar kjafta þessir tveir á palli og vegurinn framundan er beinn og breiður.
Fas barna |
Þrjár hnátur á ferð. Kraftur, fjör, leikur í fótataki og fullorðinshjólið skal með. Gæti verið hvar sem er í heiminum.
Hlébarðaskítur |
Merkilegur fundur á mörkinni. Hér skeit hlébarði eftir góða næturveiði. Við sjáfum leyfar af feldi antilópu og beinarusl. Hýena hefði melt beinin líka og skitið hvítu. Svona má lesa landið og læra af skítnum hver var á ferð! Svartur ljónaskítur táknar að ljónið drakk mikið blóð....
Gjugg! |
Stundum þykjast konurnar við vegarbrúnina vera andsnúnar því að sitja fyrir á mynd. Þær vilja fyrst selja manni tómata og þá hugsanlega má ræða myndatöku. Heimamenn hafa lært að nú má skoða myndir á stafrænum myndavélum strax að töku lokinni og vilja garnan fá að sjá, það er hin besta skemmtun sem ráða má af hlátrasköllum og flissi kvennanna. Þessi til hægri vildi endilega vera með!
Listamenn selja bílavarahluti |
Þegar ljósaskiltin eru of dýr, prentkostnaður líka, og kannski ekki úr miklu að moða með starfræna ljósmyndatækni, grípur maður pensilinn og trönurnar og málar lagerinn á búðina! Heddpakkningar, kerti og platínur, olíudælur og demparar: Við eina af aðalgötum Maputo í Mósambik hafa hin listrænu tilþrif bílavarahlutasalanna sett menningarlegan blæ á viðskipti sem að öllu jöfnu þykja heldur ,,ófín". Hér má sjá listaverkin í myndaröð.
Bolir! Buxur! Og allskonar! |
Það þarf næmt auga fyrir hinu sjónræna til að búa til svona innsetningu. Á Vesturlöndum stundar fólk listnám á háskólastigi til að komast í þennan ,,Dieter Roth" klassa, en í Mósambik þarf bara duglega kvinnu sem veit hvað selst til að setja upp svona veislu fyrir augað.
Piri Piri |
Heimagerð piparsósa, Piri Piri, sem er eitt höfuðeinkenni á matargerð í Mósambik og víðar um sunnanverða Afríku. Hér er metnaðarfull kona á ferð, komin með hannað söluskilti við þjóðveginnn og eigin ,,merki" á flöskurnar, uppvaxandi stórveldi ef marka má markaðssetninguna. En hún var ekki við sjálf þegar við renndum hjá!
Yfirlýsing á bol |
Lífið er fiskur. Nær Sölku Völku verður ekki komist á suðlægum breiddargráðum í fiskiþorpi.
Fiskiörninn vakir |
Fiskirörninn eignar sér tré og horfir vökulum augum yfir veiðilendur sínar. Við trjábolinn hafa termítarnir komið sér upp haug.
Hætta til hægri |
Oryx |
Einkennisdýr Namibíu, ein fegursta og stæltasta antilópan. Metur vel eyðimerkur og getur verið langtímum saman án vatns, einstaklega hitaþolin skepna. Vegur 600-800 kíló og drepur hæglega ljón með hornum sínum. Það er tignarlegt að sjá hafrana renna saman og heyra glym hornanna þegar þeir láta finna fyrir sér í slagnum um forystu í hjörðinni.
Það er merkilegt að bæði kyn hafa þessi stóru horn og ekki auðvelt að greina mun á þegar fara saman stórar hjarðir. Athyglisverð tilgáta er um þetta: Þar sem kynjunum svipar svo saman umbera gömlu tarfarnir frekar ung karldýr sín á meðal lengur en gengur og gerist í antilópuhjörðum. Þetta eykur til muna lífslíkur ungra tarfa því þeir njóta verndar móður þeim mun lengur í harðbýlu landi. En svo kemur sá dagur að þeir verða að víkja.
Oryx er ljúffeng skepna sem engin kjötæta ætti að láta fram hjá sér fara án þess að fá vatn í munninn.
Minjar um gamla tíma |
Þjóðverjar ,,áttu" Namibíu og reistu þetta hús í þjóðleið, á því stendur ártalið 1908. Um það bil sem Íslendingar fengu heimastjórn fengu Namibíumenn þýskan arkitektúr í bæjum og úti á mörkinni. Hér gistu lestir á leið frá ströndinni inn í land.
Börn að leik |
Börnunum í Namibíu finnst ákaflega gaman að því þegar tekin er mynd af þeim. Og á þessum róló í Usakos er ekki mikið um að vera, nema þetta fjör sem skapast þegar mörg börn koma saman og útlendingurinn tekur myndir!
Á borgarafundi |
Aldraður Himbi situr borgarafund um vatnsból og leikskóla.