Bílasalar

Toys R us! segja þeir á máluðu skilti við þjóðveginn og hafa víst frétt af þeirri stórverslun í Vesturheimi sem sérhæfir sig í leikföngum. Þessir karlar skera út og smíða bíla sem þeir gera af miklu listfengi.


Með reglubundnu millibili birta íslensku blöðin myndir af miklum bílabreiðum á hafnarbakkanum í Reykjavík.

Í góðæri til að sanna hve mikill innflutningur er, í harðæri til að sýna óselda flotann sem bíður. Hér eru bílabreiður, en þær eru tálgaðar og höggnar úr harðviði og seldar á lægra verði, ég fékk mér Land Rover á 1500 íslenskar.



Úrvalið er ágætt. Vegheflar, torfærutröll, gröfur.


Flugvélar, en mest safarijeppar með öllu sem þarf, sumir meira að segja með bensínbrúsa aftaná og kanó ofaná, ferðapinkla á toppi og varadekk á sínum stað.

Þeir standa margir við þjóðveginn og veifa ökutækjunum til ferðalanga og hvetja til viðskipta.



En þessir kenna sig við alþjóðlegt stórfyrirtæki enda úrvalið mest. Ég fékk mér svona Land Rover á 1500 ísl. krónur.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is