Forsíðumyndin á sögu

Sagan um forsíðumyndina á bókinni er óvenjuleg.  Við vorum á bíl og áttum leið að skóla þar sem fylgdarmaður okkar brá sér inn.  Á meðan dreif að krakka með læti og fjör, sérstaklega þegar Guðrún kona mín sem sagt farþegameginn renndi niður rúðunni og tók að smella af.  Mest voru lætin þegar leifturljósið kom, þá heyrðist ,,váááá" um allan hópinn.  Ég læddist út bílstjórameginn og fór aftur fyrir börnin, settist á hækjur mér og smám saman þokaðist ég inn í þvöguna.  Svo heppilega vildi til að ég var í blárri skyrtu alveg eins og stákarnir.  Guðrún tók þessa ágætu mynd.  Ég fór að hlægja og litli strákurinn sem rétt sést grilla í vinstra meginn við andlit mitt leit á mig.  Ég hef aldrei séð blökkumann hvítna af skelfingu fyrr!  Hann hljóðaði og hljóp burtu, en hinir krakkarnir hlógu sig máttlausa.  Svo gat fjörið haldið áfram.  Nei, þetta er ekki tilbúningur úr myndvinnsluforriti, þetta er bara óborganlegt atvik sem náðist á myndavél.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is