Allt í blóma

Frjómagn jarðar eflist daglega þegar heitar og þurrkar markir fá langþráða vætu.  Regntíminn um sunnanverða Afríku nær hámarki í febrúar og mars.  Allt er nú iðjagrænt á dýrasléttunum.  Hin árlega vökvun Kalahari eyðimerkurinnar á sér nú stað.  Hér má sjá regnvatn úr fjöllum Angóla ljúka margra mánaða ferðalagi niður í átt að Botswana og sameinast stórfljóti sem rennur inn í Kalahari eyðimörkina.  Þar breytist mörkin í óshólma og fenjalönd í nokkra mánuði uns vatnið gufar upp undan brennandi heitri sólinni og aftur verður mörkin þurr og hörð.  Landið er marflatt og hallar aðeins um einn sentimetra á hverja hundrað kílómetra, svo það er varla að það renni - breiðist bara út eða safnast í ála þar sem eru skurðir eða mishæðir.  Stórar eyjar geyma fjölbreytt dýralíf en í vatninu sjálfu dafna liljur, flóðhestagrös og fiskar.  Úr segulbandasafninu má sjá þetta ferðalag um Okavango óshólmana.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is