Fréttasíða
Allar fréttir    2022    2011    2010    2009    2008    2007   
12.12.2010
Dagbækur: Allir litir heimsins eru grænir


Eins og guðirnir hafi keypt alla grænu litinna í næstu vatnslitaverslun og notað á Malaví. Þungbúin regnský eru penslar sem þeir draga eftir himninum og eldingarnar ímyndunarafl sem á sér engin takmörk. Þrumurnar andvörp guðanna af feginleik þegar þeir sjá landið grænka og gænka og grænka. Nokkrar slettur af gulu og þeir eru með þetta: Mangóin lýsa á trjánum eins og jólastjörnur áður en þau falla til jarðar og fylla körfur fólksins.

Lesa meira
12.12.2010
Skordýraveisla - er framtíðin



Termítar: Mikið lostæti (að sögn).

Mannkyn verður að borða meira af skordýrum! Þetta eru orð vísdómsmanna sem sjá enga vænlegri próteingjafa í framtíðinni en engisprettur, bjöllur og kakkalakka. Það þarf ekki að hvetja heimafólk í Malaví til að borða skordýr: Termítar eru herramannsmatur og þeir eru tíndir hér eins og ber heima á Íslandi!

Lesa meira
19.11.2010
19.nóvember: Salernisdagurinn
Alþjóðlegi salernisdagurinn er 19.nóvember. Þá minnast menn þess að 2.6 milljarðar manna hafa ekki lágmarks hreinlætisaðstöðu. Fleir deyja úr niðurgangi árlega en af völdum alnæmis, malariu og berkla - samtals. Það er vegna þess að hreinlæti er ábótavant. Undanfarin Þrjú ár hafa Íslendingar stutt gerð 400 vatnbóla og á annan tug þúsunda kamra ásamt hreinlætisfræðslu í Malaví.
15.11.2010
Antilópuburður hafinn


(Nóv 2010)

Antilópukálfarnir skríða nú úr móðurkviði á villidýramörkinni enda ekki seinna að vænna: Eftir örfáar vikur hefst regntíminn og gróður jarðar tekur við sér. Þá þarf ungur kálfur að kunna að fóta sig og úða í sig grasi sem mest hann má til að vaxa úr því.

En fyrstu vikurnar eru hættulegar. Enn er sléttan þurr og rándýrsaugu sjá langar leiðir inn undir kjarr og tré þar sem ella væru góðir felustaðir. Þetta eru hættulegir tímar fyrir ungan kálf.

Lesa meira
11.11.2010
Tveggja landa sýn


Menntun! Mikilvægur hluti af lífskjörum. (Nóv.2010)

Merkilegar upplýsingar koma fram í nýrri þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna um ,,Lífskjaravísitölu mannkyns” (Human development index). Ekki er hægt að sýna fram á beint samhengi milli hagvaxtar og velsældar almennings. Þau lönd sem þokast hraðast upp listann eru ekki endilega mikil hagvaxtarlönd. En þau eiga það sameiginglegt að leggja mikla áherslu á menntun og heilsu. Og jafnvel þótt hagvöxtur aukist víða um lönd má sjá í skýrslu SÞ að ójöfnuður í heiminum gerir það líka; ekki njóta allir þótt takist að hífa upp þjóðaframleiðslu. Og að fleiru er að hyggja: Vitað er að það land sem hefur mestan hagvöxt, Kína, borgar fyrir þann vöxt með gríðarlegum umhverfisspjöllum, þótt þau séu ekki mæld í þessari velferðarvísitölu.


Lesa meira
11.11.2010
Frumburður á fæðingardeild

Sá gleðilegi atburður varð fyrir nokkrum dögum að frumburður fæddist á splunkunýrri fæðingardeild spítalans sem Íslendingar hafa byggt upp í Monkey Bay. Fæðingardeildin er bylting frá fyrri aðstöðu þar sem aðeins var rúm fyrir tvær fæðandi konur hverju sinni, nú eru átta fæðingarbekkir komnir á rúmgóða og bjarta deild þar sem hægt er að þjóna alls 24 konum og börnum þeirrra.

Það var ung kona úr héraðinu sem ól fyrsta barnið á deildinni og var henni vel fagnað af starfsfólki spítalans og umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví, eins og sést á myndinni.


Lesa meira
Eldri fréttir
Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is