15.11.2010
Antilópuburður hafinn


(Nóv 2010)

Antilópukálfarnir skríða nú úr móðurkviði á villidýramörkinni enda ekki seinna að vænna: Eftir örfáar vikur hefst regntíminn og gróður jarðar tekur við sér.  Þá þarf ungur kálfur að kunna að fóta sig og úða í sig grasi sem mest hann má til að vaxa úr því. 

En fyrstu vikurnar eru hættulegar.  Enn er sléttan þurr og rándýrsaugu sjá langar leiðir inn undir kjarr og tré þar sem ella væru góðir felustaðir.  Þetta eru hættulegir tímar fyrir ungan kálf. 

Þegar skyggir fara impalamæður með býborna kálfan og láta leggjast fyrir í felum þar sem þeir hafa hægt um sig alla nóttina og kúra. Þannig minnka líkurnar á því að þeir verði á vegi rándýra, ljóna, hýena og hlébarða. Kálfarnir hjúfra sig niður í sinugras undir kjarri og bæra ekki á sér meðan hjarðirnar halda saman á sléttunni og reyna að verjast árásum með spretthörku sem ungviðið býr ekki yfir.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is