3.3.2009
Kraftaverkahjkkur

Það var hátíðleg stund þegar Kraftaverkin voru formlega stofnuð með pompi og pragt í litlu þorpi í Malaví. Íslensku hjúkgrunarfræðingarnir Guðbjörg Bergmundsdóttir og Benedikta Svavarsdóttir stóðu að baki þessu nýja íþróttafélagi sem nú hefur eignast búninga, bolta, skó og mörk - allt með tilstyrk þeirra tveggja.

Hjúkkurnar tvær komu til Malaví síðla árs 2008 og áttu að vinna sem sjálfboðaliðar við eigið fag á lítilli heilsugæslustöð á vegum kirkjunnar. En þar var skipulag í molum og erfitt fyrir þær að koma hlutum í gegn eins og til stóð. En í stað þess að leggja árar í bát tóku þær sig til og gerðust æskulýðsleiðtogar í þorpinu, þar sem börnin eru bláfátæk og hafa ekkert við að vera. Heima á Íslandi stóðu þær fyrir söfnun og loks kom risasending með allt sem þarf til að stofna íþróttafélag. Kraftaverkin (The Miracles) urðu til og Ditta og Gugga eins og þær kallast í daglegu sveitalífi í Malaví stóðu stoltar fyrir mikilli opnunarhátíð þar sem mörk voru blöðrum skreytt og tár blikuðu á hvörmum og kökkur kom í háls þegar börnin sungu kveðjusöng.

Hátíðlegt var  þegar ,,bjartasta vonin" og ,,efnilegasti leiðtoginn" fengu viðurkenningar. En fréttabréfið þeirra segir þetta allt með þeirra eigin orðum. Sjá hér.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is