12.4.2009
Í botni með drottni

Föstudagurinn langi er enginn mærðar- eða píslardagur ef marka má fjörið í skrúðgöngum söfnuðanna sem fara um götur höfuðborgarinnar þann dag. Söngur dans og gleði! Að vísu var fyrsta gangan sem við hittum ögn hófstillt og fólkið kraup á kné stöku sinnum til að biðja, milli þess sem það rölti áfram undir söng. Á öðrum stöðum átti við kjöroðið sem ungur blaðamaður fann upp þegar honum fannst slaorðið ,,í stuði með guði" orðið þreytt - og umorðaði svo að nú væri allt ,,í botni með drottni". Það kom á daginn hér í Malaví píslardaginn mikla. Lifandi myndir hér.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is