12.2.2011
Lauksölustrákur

,,Þeir eru sterkir" sögðu sölumennirnir um litlu rauðu piparana sem héngu með þeim stóru rauðu undir stráþaki við vegarbrín.  Nýuppskornu stóru laukarnir eru sætir og mjúkir undir tönn, þeir smáu ógnarlegir þótt aðeins sé sett örlítil sneið á hnífsblaði út í eggjahræruna.  Í Mósambik og Malaví og víðar í sunnanverðri Afríku eru ,,piri piri" afurðir í hávegum hafðar.  Erlendir ferðamenn grípa gjarnan piparmauk með sér heim í dós, eða taka piparsósu á flöskum.  En það vantar framtak og fjármagn til að gera þetta að stórum útflutningsgreinum.  Og auðvitað getuna til að framleiða samkvæmt ítrustu ISO stöðlum eða leikreglum sem Evrópusambandið setur svo engum verði meint af.  Stórfín afurð sem ekki kemst á markað ríka fólksins.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is