Blómahaf í lok regntíma

Að loknum regntíma í Malaví sprettur allt af fullum krafti. Rósirnar í garðinum líka.  Þær þjóta upp og sumar meira en mannhæð á lengd, sveiflast tígulega í andvara og senda höfgan ilm yfir lóðina.  Ekki er matjurtagarðurinn síðri þó litadýrðin sé minni, kál og salat í runnum frekar en hausum, tómatarnir að koma og þeir verða enn rauðri en rósirnar og sætir laukar í moldu.  Einhvern veginn telst manni ólíklegt að það sé ábatasamt að vera blómasali í þessu landi, er marka má það sem sér um sig sjálft við heimahús - reyndar með aðhlynningu fagmanna.

 

 

 































Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is