Hátíðisdagur þegar nýr leikskóli er opnaður
|
Sem formaður menntaráðs Reykjavíkur opnaði ég marga nýja leikskóla og tók þátt í gleðidögum með börnum, foreldrum, kennurum og öðrum. Það kom mér þægilega á óvart að eitt af fyrstu verkum mínum í Namibíu var að vera viðstaddur opnum nýs leikskóla, sem Þróunarsamvinnustofnun styrkti. Ræður, söngur barna, hátíðarbúningar, veitingar...allt var til staðar alveg eins og heima, nema allt öðruvísi! |
Til baka |