Alþýðulistamaður


Hann er búinn að koma sér vel fyrir við þjóðveginn á fjölförnu horni með risastórt trélistagallerí.  Myndirnar eru í góðri líkamsstærð og veglegar á alla lund.  Hann segir bjartsýnn á framtíðina enda kominn nýr forseti, ný stjórnarskrá og nóg eldsneyti í landinu.  Smá skekkja með stjórnarskrána en við eyðileggjum ekki viðskiptavildina með athugasemdum.


James er hagur maður á tré.


Í honum býr greinilega listamaður sem fer eigin leiðir en ekki troðnar slóðir skransala.


Stórar styttur fara á 100-200 þúsund kvatsa, minni á nokkra tugi þúsunda.  En fyrir aðkomumenn er þetta núna helmina lægra verð en áður, því gengisfelling upp á 50% lækkar verð á listmunum fyrir þá sem borga með gjaldeyri.  Spurning hve lengi listamaðurinn verður ánægður með viðskiptahorfur?

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is