Landsfundur Frjlslynda flokksins snir a hann er ekki tkur neitt bandalag
Ég óttaðist afleiðingarnar mjög í haust þegar félagar okkar í Samfylkingunni lögðu mikla áherslu á að Frjálslyndi flokkurinn væri þriðja aflið í ríkisstjórn framtíðarinnar. Ég hef aldrei skilið þennan flokk nema sem afsprengi persónulegra illdeilna í Sjálfstæðisflokknum með sérlundaðar vestfirskar kvótahugmyndir. Annað væri samtíningur af fólki sem finndist sér illa sinnt annars staðar, eins og til dæmis Nýtt afl er sönnun um. Að svo miklu sem hægt er að átta sig á ,,málefnum" þessa flokks sýnir hann ógeðfelldar hliðar fordóma um mikilvæg mál, innflytjendamálin. Nú er komið á daginn að þessti tilfinning mín var rétt. Við í Samfylkingunni eigum ekkert sameiginlegt með þessum flokki sem sýndi allar verstu hliðar íslenskra stjórnmála fyrir landsfund sinn, á honum og eftir hann.

Í Kastljósi sjónvarpsins sagði ég að það hefðu verið mistök hjá Samfylkingunni að binda svo mjög trúss sitt við þennan flokk. Ég átti við og ítreka að mér finnst rangt að birta einatt þá mynd að ,,stjórnarandstaðan" væri sameinuð, samhent og ríkisstjórnarhæf með þessi ólíkindatól innanborðs. Þetta hefur komið á daginn og það var kjarni máls míns í Kastljósi í kvöld.

Samfylkingin á ekkert sameiginlegt með þessum flokki eins og hann birtist okkur nú.

Hvernig dettur nokkrum manni í hug að kjósa Samfylkinguna ef hann veit að samtímis er hann að kjósa Nýtt afl og leifarnar af hirðinni hjá Guðjóni Arnari?

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is