5.2.2012
Guð blessi geitina


Karl Sigurbjörnsson biskup blessar geit sem er gjöf frá Hjálparstofnun kirkjunnar til fátækra í Malaví.  Kirkjumenn voru á ferð og efnt var til táknrænnar athafnar þar sem geitum var úthlutað.


Margir Íslendingar hafa gefið geit.  Fyrirkomulagið er þannig að gefin er lítil hjörð í þorp sem sér um að koma afkvæmum á legg.  Kiðlingar (og geitur) er gefnir, til fátækra.  Reglan er sú að eigandinn verður að gefa fyrsta kiðling áfram til annars heimilis.  Þannig gárar verkefnið út frá sér.  Í suðurhluta Malaví þar sem þessar myndir eru teknar eru geitur óalgengar meðal fátæks fólks en þrífast vel og gefa af sér afurðir.

 

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is