11.9.2011
Njustu frttir af malavsku vsitlufjlskyldunni

Á þessa mynd af malavísku vísitölufjölskyldunni vantar þrjú börn því meðaltalið er sex á hjón.  Lífslíkur í landinu eru 54 ár, en þetta fólk mun líklega lifa lengur því hjónin virðast hraust og börnin komin yfir erfiðasta hjallan, nema það yngsta sem virðist enn í ,,undir fimm ára" hættuflokknum.  Það eru 60% líkur á að maðurinn sé læs, en ekki nema 39% líkur á því að konan kunni að lesa.  Trúlegt er að börnin hefji öll nám í grunnskóla, en ekki eru nema 39% líkur á því að þau ljúki 10unda bekk.  Þótt hjónin kunni að hafa efni á því að greiða skólagjöld í framhaldsskóla eru rétt rúmlega 10% líkur á að eitthvert þessara barna fara í framhaldsnám.  Það eru 6% líkur á því að þau hafi rafmagn

heima hjá sér, en trúlega er ekki nema fimm mínútna gangur í næsta vatnsból, því þau búa á svæði þar sem Íslendingar hafa byggt upp 400 vatnsból. 80% líkur eru á að þau hafi aðgang að kamri og hreinlætisaðstöðu, af sömu ástæðu er hlutfallið svona hátt. Þar sem reikna má með að konan eigi enn eftir að fæða þrjú börn, er hún í talsverðri lífshættu því ein af hverjum 123 konum sem fæða í landinu deyr af völdum meðgöngu eða fæðingar. Hún mun þó eiga innöngu á aðra af tveimur nýjum fæðingardeildum sem Íslendingar hafa byggt í héraðinu og því aukast líkur á að hún fái góða fæðingarþjónustu. 80% líkur eru á að þau hafi minna en tvo dollara í dag í tekjur (230 kr). Þau búa að líkindum í leirkofa með stráþaki og ef maísuppskeran bregst munu þau líða hungur. 46% líkur eru á að eitthver barnanna verði vaxtarskert, 25% líkur á að þau séu vannærð. Öll.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is