5.5.2007
Enn engin svr um rak

Þá setur nú æ hljóðari þá sem voru vígfúsir með Bush og Blair og vildu ráðast á Írak.  Eftir því sem stríðið dregst á landinn án lausna, en með æ verri afleiðingum, kemur betur í ljóst hvers konar regin firra árásin var.  Nýútkomnar æviminningar Georges Tenents, yfirmanns CIA, sýna enn og aftur að engu skiptu rök eða upplýsingar.  Þessar lýsingjar styðja við áður út komna bók, ævisögu Colins Powells, fyrv. utanríkisráðherra, þar sem viðurkennt er að margt af því sem Bandaríkjastjórn sagði á sínum tíma var tóm tjara.  Þetta var augljóst á sínum tíma.  En á Íslandi eins og annars staðar kusu menn af pólitískum ástæðum að láta eins og gögnin væru rétt, að upplýsingarnar væru nægilega traustar til að skipa sér á lista vígfúsra.  Nýlegur leiðari í New York Times fjallar um þær spurningar sem enn er ósvarað og þá valdníðslu sem höfð var uppi og er einkar athyglisverð lesning.

Ég bendi einnig á grein mína um Tony Blair og rök hans, þar sem kemur svo glöggt í ljós að hann hefði betur fylgt hugsjón sinni en Bush.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is