Ferðamenn

Talsvert er um að fólk biðji mig um heilræði vegna ferða til Afríku.  Á þessari síðu sem ég fann má sjá tillögur fyrir ferðamenn og heilræði og skemmtilegir staðir að láta sig dreyma um.


Villidýralífið er eitt af því sem heillar flesta ferðamenn sem koma til Afríku.  Ógleymanleg upplifun. En mannlífið er ekki síðra skoðunarefni.

 

Nokkur atriði vil ég minnast á fyrir fólk sem hyggur í Afríkuferð.

Afríka er stór heimsálfa!  Ferðatími er langur milli staða.  Frá London til Jóhannesarborgar er 10-12 tíma flug.  Tengingar milli staða geta verið krókóttar og langsóttar innan álfunnar.

Eitt land er ekki öðru líkt.  Hugsum okkur Evrópu frá Látrabjargi að Úralfjöllum og tíföldum fjölbreytnina þar á milli og við nálgumst raunveruleikanum í Afríku.

Hér í álfu geisa styrjaldir og drepsóttir en hér eru líka paradísarlönd, lífsgleði og fegurð.

Ferð til Afríku er stórkostleg upplifun, ef valið á áfangastöðum er vandað og undirbúningur nægur.

Munið að árstíðir skipta miklu máli, regntími getur stórspillt ferðalögum og hitasvækja verið mikil á tilteknum tímum svo manni er ólíft.

Namibía er frábært land til ferðalaga og nægir eitt sér til 2-3ja vikna dvalar.  Suður-Afríka er líka gott land til ferðalaga.  Malaví er friðsamt lítið land sem ekki er krökkt af ferðamönnum.  Sama gildir um fjölda annarra landa.  Sum lönd eru dýr fyrir erlenda ferðamenn, en flest geta verið ódýr ef menn sætta sig við eitthvað minna en lúxus. 

Ferð til Afríku byrjar á bókasafninu!

 

Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is