Talsvert er um að fólk biðji mig um heilræði vegna ferða til Afríku. Á þessari síðu sem ég fann má sjá tillögur fyrir ferðamenn og heilræði og skemmtilegir staðir að láta sig dreyma um.
Nokkur atriði vil ég minnast á fyrir fólk sem hyggur í Afríkuferð. Afríka er stór heimsálfa! Ferðatími er langur milli staða. Frá London til Jóhannesarborgar er 10-12 tíma flug. Tengingar milli staða geta verið krókóttar og langsóttar innan álfunnar. Eitt land er ekki öðru líkt. Hugsum okkur Evrópu frá Látrabjargi að Úralfjöllum og tíföldum fjölbreytnina þar á milli og við nálgumst raunveruleikanum í Afríku. Hér í álfu geisa styrjaldir og drepsóttir en hér eru líka paradísarlönd, lífsgleði og fegurð. Ferð til Afríku er stórkostleg upplifun, ef valið á áfangastöðum er vandað og undirbúningur nægur. Munið að árstíðir skipta miklu máli, regntími getur stórspillt ferðalögum og hitasvækja verið mikil á tilteknum tímum svo manni er ólíft. Namibía er frábært land til ferðalaga og nægir eitt sér til 2-3ja vikna dvalar. Suður-Afríka er líka gott land til ferðalaga. Malaví er friðsamt lítið land sem ekki er krökkt af ferðamönnum. Sama gildir um fjölda annarra landa. Sum lönd eru dýr fyrir erlenda ferðamenn, en flest geta verið ódýr ef menn sætta sig við eitthvað minna en lúxus. Ferð til Afríku byrjar á bókasafninu!
|
![]() |
Jörðin séð úr suðri |
Þannig skipti hvíti maðurinn Afríku upp. Valinn kafli úr bók minni: ,,Afríka, ást við aðra sýn".

![]() |
Viðtal um spillingu |
Hér er birt uppskrift að viðtali sem tekið var í Silfri Egils í janúar 2012. Viðtalið fór víða og hefur mikið verið leikið á youtube.com. Hér eru valdir kaflar sem enn eiga við, því miður, um spillingu á Íslandi og fleira henni tengt.

![]() |
Sagan um framtíð Íslands |
Hvernig gæti saga Íslands orðið ef við breytum rétt?

![]() |
Nýárshugvekja 2016 |
Við ætlum að bjarga heiminum. Hvernig? Nýárshugvekja í Fríkirkjunni 2016 greinir frá því.

![]() |
Nýlegar greinar um samfélagsmál |
Í þessari grein færi ég heimsbyggðarmálin heim. Spurningin er alls staðar um auð og völd.
,,Sextíu og tveir auðkýfingar í heiminum eiga meiri eignir en fátækari helmingur mannkyns, 3,6 milljarðar. Ég vil skoða þetta í því samhengi að mannkyn allt stendur nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum upp á líf og dauða. Sönnun þess er að á liðnu ári komu ríki veraldar saman, ekki einu sinni heldur tvisvar, og gáfu öllu mannkyni þau hátíðlegu loforð að bjarga heiminum."
Hver er þín staða í grundvallarmálum?
Traust er það sem við þráum í samfélagsumræðunni þessi misserin. Gott og vel, en hvað með sjálfstraust? Þekkir þú – hinn almenni kjósandi – grundvallarafstöðu þína? Hér er próf um nokkur stórmál (og stigagjöf fylgir á eftir). Hversu mörg eru já-in hjá þér?
Lýðræði
Traust fólks á valdastofnunum stendur í réttu hlutfalli við getu almennings til að hafa áhrif á þær. Í eldgamla daga mátti pöpullinn þakka fyrir að meðtaka boðskap að ofan, í dag segjum við nei: Við viljum hafa áhrif, beint og milliliðalaust.
Stjórnarskráin, næstu skref
Traust á valdamönnum og stjórnmálaflokkum mælist nú í réttu hlutfalli við árangur og efndir. Stjórnarskráin er dæmi um fórnarlamb þröngrar hagsmunagæslu og íhaldssemi allt frá lýðveldisstofnun og fram á þennan dag, þrátt fyrir að þetta grundvallarplagg um stjórnarfar og lýðréttindi hafi stöðugt verið í „endurskoðun“ sem enn stendur.
Auðlindir í þjóðareign
Ef stjórnmálamönnum er ekki treystandi fyrir auðlindum þjóðarinnar er þeim ekki treystandi fyrir neinu. Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi. Mjög varlega áætlað á hver Íslendingur 4-6 milljónir króna í náttúruauðlindum og trúlegt er að þessi upphæð sé mun hærri.
Það er gagnlegt að velta fyrir sér hve vellauðug þjóðin er.
