Fílamamma leiðir kálfinn sinn að vatnsbólinu. Kvendýrin halda hópinn og ættmóðirin stjórnar hjörðinni. Systur og frænkur hjálpast að við að ala upp ungu dýrin og sýna þeim mikla umhyggju án tillits til þess hver ber. Þegar karldýrin komast á kynþroskaskeiðið eru þau hrakin frá hjörðinni og verða að sjá um sig sjálf. Því má oft sjá unga tarfa einn eða tvo saman. Eldri karldýrin eru á sveimi kringum hjarðirnar og gæta þess að sinna mökun þegar kvendýrin kalla. Kvendýrin hallast miklu fremur að því að maka sig með eldri törfum sem sannað hafa getu sína og stöðu í samfélagsstiganum. Það er því frekar einmanalegt að vera ungur tarfur meðal fíla! Samstaða! Gömlu fílamæðurnar og frænkurnar standa vörð um ungu dýrin. Dýrin geta orðið 60-80 ára og kálfarnir vega rúm 100 kíló þegar þeir eru bornir í heiminn. Fílar eru taldi gáfaðar skepnur og hafa ríka tilfinningagreind. Þeir þurfa að læra flest það sem gerir góðan fíl að fíl meðal fíla, því fæst af því er eðlislægt. Raninn, þetta stórkostlega líffæri, er til að mynda tæki sem ungur fíll þarf að læra að temja. Það gerir hann með því að fylgjast með eldri dýrunum. Það er ekki sjálfgefið hvernig fíll sýgur vatn með rana og sprautar svo upp í sig og fyndið að fylgjast með þeim ungu sulla niður hvað eftir annað þegar þeir æfa ranann.
Nú eru um 500 þúsund fílar í Afríku, hefur fækkað úr mörgum milljónum. Þeir eru verndaðir og bann við sölu á fílabeini í heiminum með örfáum tímabundnum undantekningum.
|
![]() |
Tilboð |
Tilboðsverð: Afhending á Reykjavíkursvæði, kr. 4000
Sett í póst: 4500 ef pöntunin er út á land.
Sendið pöntun í pósti á stefanjon@islandia.is
Rafbókin fæst á forlagid.is
English version on Amazon and Itunes and in Reykjavik bookstores
Heimurinn eins og hann er í Sílfrinu Byrjar á 47. mínútu.
Ítarlegt viðtal Egils Helgasonar við höfund.

![]() |
Rafbókin fæst á aðeins 2990! |
Bókin sem talað er um, á mannamótum og fjölmiðlum:
Egill Helgason í Silfrinu tók ítarviðtal
Kiljan, Þorgeir og Kolbrún: Frábær leiðsögumaður! Frá 6. mínútu.
Sverrir Norland Rás 1: Allur þátturinn Upp á nýtt.
Gunnar Smári: Rauða borðið: 90 mínútur, mest um bókina í síðari hluta.
Þórunn Elísabet, Morgunvaktin: eftir eina klst og 18 mínutur á mælinum.
Gísli Marteinn: Þáttur með góðum gestum.
Rafbókarkaupin eru einföld á síðu Forlagsins og þú færð hana beint í tölvu eða á lesbretti samstundis!

![]() |
Heimildaskrá fyrir Heiminn eins og hann er |
Hér er heimildaskrá bókarinnar.

![]() |
Hin stóra mynd af stöðu heimsins |
Stefán Jón notar form persónulegrar heimildasögu til að gefa lesanda leiðarvísi að betri skilningi á stöðu heimsins eins og hann er. Höfundur hefur áður beitt þessu formi í bókum sem var vel tekið: Guðirnir eru geggjaðir, ferðasaga frá Afríku (1991), New York! New York! (1993) og Afríka, ást við aðra sýn (2014). Þessi saga er ekki einungis um raunverulegar ógnir. Hún er ákall til okkar, mannanna, um að elska allt sem lífsanda dregur.

![]() |
Persónuleg heimildasaga |
Í þessari bók segir Stefán Jón Hafstein frá. Hann á að baki langan feril við þróunarsamvinnuverkefni í Afríku og hjá alþjóðastofnunum. Hann býr að yfirsýn og reynslu sem hann nýtir til að miðla þekkingu sem varðar okkur öll á þann hátt að auðskilið verður.
Leiðarstefið er ljóst: Allt tengist. Loftslagsváin er eitt stórvandamál og ósjálfbær matvælaframleiðsla sífellt stækkandi mannkyns annað. Hrun vistkerfanna tengist manninum sem er einræðisherra á jörðinni og misnotar vald sitt.
