Myndastyttur vi veginn

Þær eru talsvert svipmiklar þessar styttur sem leirlistamenn suður af Zomba í suðurhluta Malaví sýna og selja.  Eitthvað annað en margt túristadraslið sem boðið er uppá sem minjagripir.  Hér má kaupa sér heilan kvennakór fyrir lítið.

Þær eru gerðar úr jörðinni undir fótum okkar og brenndar í ofnum.  Flestar á bilinu 30-50 sm. á hæð, svipmótið ögn drungalegt eða sposkt á svip, þótt mótin séu ekki mörg gerir brennslan og litbrigði leirsins það að verkum að engin er eins og önnur.  Ég keypti 10 kvenna kór á nokkur hundruð krónur og listamaðurinn kvaðst hæstánægður sem svoleiðis ofursölu.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is