Tnfiskur, nstum hrr

Ég hef orðið var við að jafnvel vænsta fólk veigrar sér við að borða hráan fisk.  Hvað sem maður gerir til að koma því á bragðið.  Svo ég fór millileið.  Nánast óvart.  Ákvað að búa til ,,máltíð" sem þó nálgaðist heimspekina um hráan fisk.

Ég grillaði fiskinn, en hafði hann mjög lítið grillaðan, aðeins örsnöggt á hvorri hlið.  Og hafði meðlætið eins og t.d. Japaninn þegar hann býður upp á hráan fisk, en bætti svo við.

Svona er þessi frábæra máltíð.

 

Gufusjóðið kartöflur (smáar og sætar) og gulrætur. 50%/50%.

Í blandarann setjum við 3 hvítlauksrif og engiferrót, þumlungssneið, afhýdda.

Reitum kryddjurtir eins og dill, steinselju eða basil, blanda af öllu eða eitt í skammt (lúka).

Öllu blandað saman í blandara. Yfir er hellt ólívuoliíu. Og nú kemur grínið. Þegar ég ætlaði að skella skvettu af olíu útí greip ég óvart balsamedik og skvetti! Nú má ekki sleppa því.

Það eru sem sagt olía og balsam edik í ,,skvettum" sem maður mælir í ,,úlnliðum".

Allt blandað þangað til þetta er kekkjótt, en ekki í mauki.  Saltað líka að vild, með himalæjasalti eða Maldon.

Þetta er meðlætið. Sett í hrauk á diskinn.  Má kallast ,,mús".

Nú kemur hitt.

Til að skreyta diskinn og gefa frábært bragð gerir maður fína rönd af japanskri piparót á kantinn á diskinum.  Þetta er ,,wasabee" sem fæst í duftformi eða í túpu til að sprauta úr í stórmörkuðum.

Svo setur maður nokkrar sneiðar af súrsuðum engifer til hliðar á diskinn, fæst í krukkum í stórmörkuðum.

Á lítinn disk til að hafa til hliðar setur maður Kikkoman soyasósu og skammtar eftir þörfum eftir því sem etið er.

Nú vantar bara aðalmálið!

Sneiðar af túnfiski eru grillaðar snöggt á hvora hlið á grillpönnu eða grilli.

Bara í 1 mín. á hvorri hlið á háum hita!

Fiskurinn á að vera hrár að innan.

Sneiðin sett á diskinn með hinu.  Gjörið svo vel!  Frábær máltíð sem sameinar það besta, japanskan ,,hráan fisk" með réttu meðlæti og svo máltíð sem ,,meðlæti" eins og við þekkjum.

Maður etur fiskinn með ,,músinni" og skammtar sér japanska piparrót, soya og engifer eftir þörfum.

 

 

Ath.

Þegar ég grilla túnfisksneiðarnar sáldra ég pipar yfir úr kvörn, og saxa svo vorlauk yfir þegar kemur á disk. Salta smá með úrvalssalti.


Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is