Mannlf og strf


Margt dreif á dagna í starfi og ferðum um Afríku þar sem ég vann fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands.  Hér eru frumburðir í Chilonga heilsugæslustöðinni sem Íslendingar byggðu og var opnuð í október 2011.  Margt af því sem snertir hugmyndir okkar um þróun og framfarir er til frásögu í bókinni enda erfitt að vera ósnortinn af því sem fyrir augu ber.  Svo sem þessum litlu börnum sem fengu öruggt skjól sem mörg önnur fá ekki.

Í bókinni Afríka - ást við aðra sýn, flétta ég saman lífsreynslusögum um leið og ég reyni að horfa á stóru myndina, og læt líka freistast til að bera saman ólík lönd, Ísland og þau sem eru í Afríku.  Náttúra, mannlíf, saga.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is