Afrka - st vi ara sn


Þetta er óvenjuleg bók um óvenjulegt fólk og staði í Afríku.  Stefán Jón Hafstein hefur starfað að þróunarsamvinnuverkefnum í álfunni, ferðast vítt og breitt um hana og haldið til haga frásögnum, myndum og hugleiðingum sem á hann leita á vettvangi.  Hér eru sögurnar og myndirnar. 

Bókin er samsafn greina sem tengjast með ýmsum ólíkum þráðum gegnum myndrænar frásagnir og lýsingar Stefáns Jón í texta.  Væntumþykja og virðing skína alls staðar í gegn, enda er undirtitill bókarinnar: Ást við aðra sýn.

Bókin skiptist í fjóra hluta:Ást við aðra sýn segir frá kynnum af ólíku fólki, fallegu brosmildu börnunum, einstökum hjarðmönnum í harðbýlu landi og litríku fólki í lífsbaráttunni á þjóðleiðum.


Villidýralendur segir frá hinum dásamlegu friðlöndum Afríku þar sem villt dýr eiga rétt og maðurinn aðeins gestur.  Hér eru kaflar um eyðimörkina, lífsbaráttuna við vatnsbólin og undursamlega og framandi staði.Bókarhlutinn Jörðin séð úr suðri víkur að sögu Afríku og arfleifð nýlendutímans, sagt er frá því hvernig er að búa í fátæku landi í samanburði við Ísland og örlögum frumbyggjanna í Kalahari eyðimörkinni þar sem er spurt: Er það svona sem dómsdagur lítur út?Lokahlutinn heitir Afríka er rík, sagt er frá yndislegum ekrum, möguleikum unga fólksins ef það fær að læra, hve vatnsból geta gefið mikið af sér og hvers vegna mæður og börn eiga betra skilið. 

Alls eru þetta þrettán kaflar með fjölda mynda sem varpa ljósi á hve Afríka er falleg, fjölbreytt og litrík.
Bókin er 176 blaðsíður í veglegu broti.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is