Mradagur Malav

Mæðradagshelgin er hátíðlega haldin í Malaví.  Hinn opinberi mæðradagur er 14. október en af því að þann dag ber upp á helgi þarf að gefa mánudag frían, þriggja daga frí er staðreynd!  Það er verðskuldað að mæður séu heiðraðar í þessu landi með frídegi.  Þær eiga að meðaltali sex börn hver, og oft eru þær byrjaðar ungar að ala næstu kynslóð.  Ungar stúilkur eru stundum ,,gefnar" 13-14 ára og löglega má gifta þær fimmán ára.  Í Malaví er dauði af barnsförum algengari en í nokkru öðru landi þar sem ekki geysar stríð.  16 konur deyja daglega af barnsförum.  Yfir fjórðungur fæðinga er utan formlegrar heilsugæslu og þess vegna er það oft lífshættulegt fyrir malavíska móður að ala barn.  Næringarskortur háir mæðrum og börnum þeirra, með tilheyrandi blóðleysi og þróttleysi.  46% barna eru vannærð og lifa við vaxtarskerðingu.  Malavískar mæður eiga betra skilið.  Íslendingar hafa byggt og opnað tvær nýjar fæðingardeildir á innan við ári og stuðla með því að þúsaldarmarkmiðinu verði náð, um að lækka dánartíðni fæðandi kvenna.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is