veium


Það er mús segir ferðafélaginn um villibráðina sem karlarnir hampa.  Hún er reykt. Og á stærð við kött.  ,,Er þetta ekki köttur eða rotta?" spyr ég.  ,,Nei nei, mús, bara svona stór".  Þetta eru Ngoni karlar sem búa í fjöllunum og þykja ,,séstakir".  Þeir vilja veiða útskýrir ferðafélaginn.  En þeir sjálfir koma með viðbótarskýringu:  ,,Okkur þykir gott að drekka bjór".   Músing er vandlega vafin í léreft og bundið fyrir, stungið í skjatta og nú skal haldið heim með góðan feng.  Kvöldverður í vændum.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is