Himbabrn frnum vegi


Hirðingjarnir í norðvestur hluta Namibíu kallast Himbar, og þar hefur Þróunarsamvinnustofnun ákveðið að gera vatnsból og byggja upp leikskóla.  Rík hefð er fyrir því að himbabörnin taki þátt í lífsbaráttunni með foreldrum sínum, reki búfénað og annist heimilisstörf við hlið fullorðinna, alveg eins og til sveita á Íslandi í gamla daga.  Sama togstreita er þar og var lengi hjá okkur Íslendingum:  Þörf er á börnunum til að vinna, en ef þau ganga ekki í skóla, hvað þá?  Um þetta meðal annars snérust fundir okkar með Himbum nýlega.  Aukinn skilningur er á því að fái himbabörn ekki menntun verði þau undir í samanburði hinna mörgu ólíku ættflokka landsins. 


Hver einstaklingur gengur í klæðum og með skraut sem hæfir stöðu.  Tvær fléttur fram á ennið tákna að barnið er stúlka sem enn er ekki komin á kynþroskaskeið. 

Voldugir skrautmunir einkenna Himbana og börnin eru engin undantekning, þungir hringir um háls, eða men, og digur armbönd úr eir, bronsi eða leðri um úlnliði og ökla.

Þetta eru tápmikil börn og alls ekki vannærð, þótt oft sé hart í ári.  Þau eru ófeimin við útlendinga og geta sum spjallað á ensku þótt ekki sé það mikið.  Þeim finnst oft gaman að láta mynda sig en vilja gjarnan fá sælgæti eða dollar fyrir, enda landlægt meðal Himba að rukka fyrir það sjónarspil sem klæði þeirra og skraut bjóða uppá.

Þessi stúlka vinnur við að selja smávarning við þjóðveginn og tók ekki í mál að láta mynda sig fyrir minna en 100 kr.  Hún er komin með slétta hárgreiðslu aftur í fléttur og hárið vandlega smurt enda kynþroska. 


Hér eru sveitastörfin krefjandi, þessi ungi drengur var langt niður í gryfju að ausa vatn með föður sínum handa kúnum.  Hvert handtak telur og það vita bændur sem ógjarnan mega missa börnin frá sér í skóla.

En hér kvað við annan tón.  Yngstu börnin í þorpinu létu ekki segja sér að leikskólinn væri í fríi, komu heim til kennslukonunnar og voru hjá henni allan daginn.  Hún er klædd að nútímasið, en hefðbundinn klæðnaður himbakvenna er allt öðruvísi.

Hér er stuttmynd um leikskóla Himbanna sem Þróunarsamvinnustofnun styrkir og þörfina fyrir betri vatnsból.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is