Fgur alda

Sandöldurnar í suðurhluta Namibíueyðimerkurinnar eru heimsfrægar. Eftirlæti ljósmyndara og draumaland náttúruunnenda. Sandurinn kemur langan veg. Fyrst frá Kalahari eyðimörkinni í Suður Afríku með Orange ánni sem rennur til sjávar á landamærum ríkjanna. Sandurinn berst til hafs og skolast með köldum straumum norður með strönd Namibíu. Þarna hreinsast hann af leir og drullu og er borin að landi á ný. Öldurnar bera sandinn að landi og staðvindar úr suð-vestri feykja sandinum upp á ströndina. Þar hefst ferð sem tekur milljónir ára. Vindar færa sandinn inn í landið þar sem hann hleðst upp í öldur sem geta orðið yfir 300 metra háar. Smátt og smátt sest eins konar mýrarrauði á sandkornin sem nú eru orðnir ævagamlir gestir í mörkinni og þess vegna verða fornar sandöldur rauðar.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is