11.11.2010
Frumburur fingardeild

Sá gleðilegi atburður varð fyrir nokkrum dögum að frumburður fæddist á splunkunýrri fæðingardeild spítalans sem Íslendingar hafa byggt upp í Monkey Bay. Fæðingardeildin er bylting frá fyrri aðstöðu þar sem aðeins var rúm fyrir tvær fæðandi konur hverju sinni, nú eru átta fæðingarbekkir komnir á rúmgóða og bjarta deild þar sem hægt er að þjóna alls 24 konum og börnum þeirrra.

Það var ung kona úr héraðinu sem ól fyrsta barnið á deildinni og var henni vel fagnað af starfsfólki spítalans og umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví, eins og sést á myndinni.


Í Malaví eru dauðsföll af völdum fæðinga með því hæsta sem gerist í heiminum. Sextán konur deyja daglega, að meðaltali, vegna þess að þær fá ekki aðstoð við fæðingu. Það er eitt af þúsaldarmarmiðunum að fækka dauðsföllum af þessum sökum og leitast við að tryggja sem flestum konum möguleika á að ala börn í öruggu umhverfi. Við spítalann í Monkey Bay hefur nú verið starfrækt skurðstofa í rúmt ár, þar eru gerðir keisaraskurðir. Nú fá konur sem þurfa að jafna sig eftir slíkar aðgerðir aðstöðu til þess á nýju deildinni.Íslendignar leggja með þessu sittaf mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður. Hver kona á að meðaltali sex börn í Malaví, og miðað við dánartíðni af barnsförum í landinu má segja að hér sé unnið gegn bráðri hættu sem konur búa við. Nú er búið að taka grunn að annarri nýrri fæðingardeild í afskekktri sveit utan Monkey Bay. Hún verður tilbúiin í maí á næsta ári ef allt gengur vel og verður sannkölluð lífskjarabót í sveit þar sem langt er í næstu heilsugæslustöð og sjúkrabílar komast ekki mánuðum saman vegna ófærðar um regntímann.

Vefrit um þróunarmál fjallaði um mæðradauða í heiminum og bætir við:


Þjóðir heims hafa brugðist verðandi mæðrum. Þegar bornar eru saman ríkar þjóðir og fátækar gleymast stundum mikilvæg atriði eins og líkurnar á því að konur deyi af barnsförum. Líkurnar á því að fimmtán ára stúlka deyi síðar á ævinni af barnsförum eru hæstar í sunnanverðri Afríku - þær eru 1 á móti 31. Af einstökum löndum eru stúlkur í Afganistan í mestri hættu, 1 á móti 11. Í vestrænum ríkjum er þetta hlutfall 1 á móti 4300.Ekkert af þúsaldarmarkmiðunum er jafn fjarri því að nást eins og markmiðið um að lækka mæðradauða um ¾ frá 1990 til 2015. Að mati Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) hefði baráttan gegn mæðradauða átt að verða forgangsatriði í þróunarmálum fyrir löngu. En hún er það ekki enn.Konur sem deyja af barnsförum eru skelfilega margar. Talið er á árinu 2008 hafi 358 þúsund konur dáið og tölfræðin segir að það sé 34% lækkun frá árinu 1990. Það er engu að síður langt frá takmarkinu og fá teikn á lofti um að breytingar séu í vændum.Í nýrri grein Franzisku Baur - Rætur fátæktar: Áhættusamar þunganir - sem hún skrifar í tímaritið Development + Cooperation bendir hún á að mæðradauði hamli framförum, menntun og hagvexti. "Jafnvel lítilsháttar fjárfesting gæti bætt mæðraheilsu svo um munar," segir hún og vísar til þess að sérfræðingar hafi reiknað út að unnt væri að veita heilsugæslu fyrir þungaðar konur með litlum tilkostnaði, fyrir minna en 160 krónur á dag á hverja konu. Hún segir að með því að veita barnshafandi konum aðgang að grunnþjónustu í heilsugæslu og ljósmóður væri unnt að bjarga flestum mæðrum frá því að deyja af barnsförum, eða um 95% mæðranna.Meðal samstarfsþjóða Íslendinga hefur þróunin verið þessi þegar miðað er við tölur frá 2005 og 2009 - fjöldi kvenna sem deyr af barnsförum miðað við 100 þúsund lifandi fædda.Í Mósambík hefur dauðsföllunum fækkað úr 640 niður í 550.

Í Malaví hefur dauðsföllunum fækkað úr 620 niður í 510.

Í Úganda hefur dauðsföllunum fækkað úr 510 niður í 430.

Í Namibíu hefur dauðsföllum fækkað úr 240 niður i 180.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is