20.10.2010
Mradagur


Prúðbúnar konur í Namibíu:  Mamma er aldrei í fríi! 

Móðurhlutverkið er í hávegum haft víða um veröld:  Mæðradagar eru algengir í Afríku.  Í Malaví var mæðradeginum fagnað í október og mátti sjá hugmyndir að gjöfum til mömmu í helstu dagblöðum.  En þessi dagur minnir á skuggahliðar málsins:  Mæðradauði er hvergi meiri á byggðu bóli en í Malaví (þar sem friður ríkir).  Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum.  Það eru fleiri dauðsföll en að meðaltali í Írak og Afgahanistan, þeim stríðshrjáðu löndum.   Orsökin er skortur á hæfu heilbrigðisfólki.  Aðeins 200 læknar eru í landinu, þar sem búa 13 milljónir manna.  Langt er í næsta sjúkrahús eða heilsugæslustöð fyrir væntandi konur.  Komi upp erfiðleikar á meðgöngu eða í fæðingu er enginn sem veitt getur liðsinni í hinum dreifðu sveitum.  Þróunarsamvinnustofnun styður átak til úrbóta:  Á spítalnum sem Íslendingar byggðu við Apaflóa er nú nýreist stór fæðingardeild með skurðstofu, önnur smærri fæðingardeild verður byggð í afskekktri sveit þar sem engin þjónusta fæst nú fyrir fæðandi konur.  Smá skref í átt til þess að ná þúsaldarmarkmiðunum í landi þar sem hver móðir á að meðaltali sex börn.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is