20.9.2010
nvgi vi drin

Fluga nokkur sækir í að verpa eggjum sínum í föt manna; séu þau ekki strokin með heitu járni eða sólþurkkuð nær lirfan að dafna og sækir þá að skríða inn í hold manna.   Þar fitnar hún nú heldur betur!  Þessu fékk ég að kynnast þegar tvær slíkar tóku sér bólfestu nærri hjartastað og komust nú í feitt!  ,,Vika hinna miklu óþæginda" endaði á skurðstofu þar sem læknir fjarlægði dýrin og setti í glas til að eiga nú minningarnar í eigin persónum. ,,Ekkert hættulegt" sagði skurðmeistarinn, en mér finnst betra að hafa þær þarna innilokaðar en gramsandi og kjamsandi í brjóstinu.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is