18.4.2010
Brkaup aldarinnar

Forseti Malaví (75) kvæntist öðru sinni laugardarinn 17.apríl og nú fyrrverandi samráðherra, madam Callista, við athöfn sem flokkast án efa undir brúðkaup aldarinnar í Malaví.  Athöfn hófst á íþróttaleikvangi kl. 9 árdegis og voru leikin að sögn gesta 50 lög og dansað með; fögur athöfn sagði sjónarvottur, og bætti við: en löng.  Veisla í fagurlega skreyttu hátíðartjaldi átti að hefjast klukkan 13 en klukkan 16 var hún fjórum tímum á eftir áætlun.  Allir fengu að snæða (geit, fisk, kjúklling og maís) og vel veitt í drykk.  Á hinni risavöxnu lóð forstahallarinnar voru þúsundir sem sungu og dönsuðu meðan tignargestir runnu í hlað.  Athygli vöktu hin glæsilegu skrautklæði malavískra tignarkvenna sem kunna að velja sér höfuðföt: Barðastóra hatta með hverri blómaskreytingunni ofan á annarri og dragtir og veski í stíl.  Að ofan má sjá fagnandi dansara við heimreiðina.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is