6.2.2010
Borgar sig a gera vi etta?


Ekkert fer til spillis!  Tappar af gosflöskum eru kjörið efni í fallega körfu sem í má geyma margs konar smáhluti.  Eða gera úr þeim gólfmottu.  Í fátæku landi er allt nýtt.  Hugtakið: Borgar sig að gera við þetta á aldrei við.  Hér í Malaví er alltaf reynt að gera við allt og margir dverghagir menn hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum.  Það hefði kostað mig offjár heima að láta gera við bilaða smáhljómstæðu en hér bixaði maðurinn saman skrúfur og gorma og lá á gólfinu yfir tækinu í tvo tíma uns það small í lag.  Hann spurði hvort 2000 kall væri ósanngjarnt?  Tölvukarlinn hirðir allt innvols úr gamalli tölvu og nýtir í nýja.  Og bilar farsíminn?  Pinninn í hleðsluinntakinu brotinn?  Ekkert mál, þeir redda því á svipstundu á næsta götuhorni.  Enginn bíll er svo farlama að ekki skrölti áfram, með harmkvælum og fyrirbænum ef ekki vill betra til.  Innkaupapokar þvegnir og hengdir út á snúru til að nota næst.  Reiðhjólin bundin saman með snæri ef annað bregst.  Malaví er réttilega nefnt gjörnýtingarsamfélag ef okkar heima er sóunarsamfélag.  Og fatamarkaðurinn á götunni (því engin er búðin) alveg kjörinn til að dressa sig upp.  Ef maður á þá fyrir svoleiðis lúxus eins og notaðri treyju frá Vesturlöndum.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is