24.5.2009
Fuglar koma vel undan regntíma


//Afríka!" getur ekki verið minni en fjölmiðlar á Íslandi sem eru á kafi í fuglafréttum dag eftir dag í maí.  Hér er það storkur að veiðum.  Ef marka má skoðun okkar (sjá myndir) í þjóðgarði í Zambíu koma staðbundnir fuglar vel undan regntíma og hafa nóg að éta.  Farfuglarnir eru hins vegar farnir norður, þeir sem það gera.  Þessir Afríkubúar leggja heiminn að vængjum sér tvisvar á ári til að fá frið til að verpa á norðlægum köldum slóðum þar sem ekki þarf að óttast afrán í jafn ríkum mæli og hér í álfu.  Þess vegna er nú spóinn kominn tíl Íslands þar sem fólk telur hann ,,íslenskan" fugl.  En er það svo?  Hann er bara ferðalangur sem nýtir sér friðsæla aðstöðu skammt sunnan við heimskautsbaug til að koma upp ungum í nokkrar vikur, svo er hann floginn heim- til Afríku aftur!

En hér vetrar senn, morgunsvali kallar á hlýja skyrtu og sokka þegar gengið er til árbíts og þeir sem svo vel búa að eiga sængur hafa þær til reiðu undir moskítónetinu.  Í fjalllendi sveipar fólk sig sjölum og hniprar sig sig saman í leirkofum enda hús hér byggð til að vera köld.  Engin hitaveita og eldiviður dýr.  Þá vermir nú tesopinn á morgnana.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is