28.2.2009
Myrka álfan

Afríka umlukin myrkri.  Úr himingeiminum má sjá aðrar álfur upplýstar, stórborgir Evrópu mynda samfellda festi af ljósum, Asía í austri er upplýst og í vestri má sjá grilla í hluta Suður Ameríku baðaða ljósum.  En Afríka er dimm og drungaleg, langt á milli ljósdepla sem tákna raflýstar stórborgir.  Samt er næg orka í Afríku.  Gríðarleg fallvötn, jarðhiti og jafnvel olía í mörgum ríkjum.  Orkunet landanna eru hins vegar bágborin, raflýsing komin stutt á veg.  Hér í Malaví er nú regntími og stöðug rafmagnsskömmtun, jafnvel í höfuðborginni þar sem heilu hverfin myrkvast langtímum saman fyrirvaralaust.  Stærsta vatnsaflsvirkjunin varð úr leik þegar árnar uxu og fleyttu fram alls konar drasli sem komst í hverfla.  Þessi mynd að ofan sýnir ástandið eins og það er en ekki eins og það gæti verið ef orka álfunnar nýttist íbúum hennar.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is