5.11.2008
Afríka fagnar Obama

Afríkubúar fagna mjög kjöri Obamas til forsetaembættis Bandaríkjanna ef marka má fjölmiðla um alla álfuna og tal almennings á götum.  Lengst ganga Keníumenn sem héldu stóra bænafundi meðan talið var úr kössunum og gefa síðan almennan frídag í tilefni úrslitanna.  Hér í Malaví skeggræðir fólk kampakátt úrslitin.  Það er stoltið yfir því að svartur maður skuli hafa sigrað sem býr að baki, að hann eigi rætur að rekja til Afríku sem bætist við, og svo hitt að margir telja að hann verði umgangsbetri við álfuna en fyrirrennari hans og örlátari á þróunarfé hvað sem líður kreppu í fjármálum.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is