3.3.2008
Stríð og friður
10 dagar af stríðinu í Írak kosta Bandaríkin jafn mikið og heildarframlög þeirra til Afríku á einu ári. Fimm milljarða dollara. En sú upphæð er ekkert miðað við það sem stríðið hefur kostað til þessa á fimm árum. Að mati bandaríska nóbelsverðlaunahagfræðingsins Josep Stiglitz er heildartalan þrjár milljónir milljóna dollara. Bretar og aðrir hafa lagt fram jafn mikið á móti.  Hann segir að fyrir milljón milljónir megi veita 530 milljónum barna heilsuvernd í eitt ár. Eða veita 43 milljónum manna háskólamenntun. Þetta er munurinn á kostnaðinum á stríði og friði. Þegar hann er mældur í peningum, að slepptum mannlegum hörmungum. Viðtal við Stiglitz er hér. dálkahöfundur New York Times spyr hvort þetta sé martröð eða leikhús fáránleikans.  Ég minni í þessu sambandi á grein mína hér á vefnum...

..þar sem ég gagnrýni grein Tonys Blairs í Foreign Affairs veturinn 2007.  Þar segir Blair:   ,,Ef við trúum á réttlæti, hvernig getum við liðið að 30.000 börn deyi daglega, þegar við vitum að hægt er að koma í veg fyrir það?... Í Afríku þarf að berjast gegn fátækt, hungri, sjúkdómum og stríði með því að auka aðstoð."   Með þetta í huga verða þær milljón milljónir sem Bush og Blair lögðu í stríðið ennþá óskiljanlegri.  Greinin er hér

Skemmri skírn:

,,Hinn sanni kostnaður stríðsins" eins og Stiglitz og Bilmes kalla bókina:

16 milljarðar dollara: mánaðar stríðsrekstur í Írak.
138 dalir: Mánaðarlegur kostnaður á hvert heimili í Bandaríkjunum.
25 milljarðar dollara, kostnaður Bandaríkjanna á ári vegna hækkunar á olíuverði, sem rekja má til stríðsins.
5 milljarðar: 10 daga stríð.
Ein milljón milljóna: Vextir sem greiðast af stríðslánum næstu 10 ár.
3%: Meðaltekjutap í 13 Afríkulöndum vegna hærra olíuverðs sem rekja má til stríðsins, þetta tekjufall eitt nægir til að þurrka upp þróunaraðstoð í álfunni.

Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is