20.1.2008
Skyndibitar

Skyndibitamenning tekur á sig ýmsar myndir.  Á Soweto markaðnum í fátækrahverfinu Katatura í Windhoek er að jafnaði fjöldi manna.  Og grillað ofaní mannskapinn. 


 

Þeir standa í löngum röðum við grillin og maður borgar svona nokkurn veginn eftir því sem maður etur. Kjötbitarnir eru skornir til að passa upp í mann, en áður setur maður þá ofaní þurrkrydd í pappaöskju. 100 kall fer langt.  Satt að segja eru þetta  ljúffengir bitar ef maður passar sig á því að láta ekki fituna storkna og bitan kólna of mikið.  Kryddið er sterkt.
Kjötið er mestan part naut.  Torkennilegir hlutar af því.  Stundum má sjá hausa af skepnum við fætur grillmeistara:  Naut eða svín.   Hér í hverfinu býr fólk við frumstæðar aðstæður og fæstir með eldhús eins og við þekkjum, reyndar enginn.  Ekki einu sinni með eldavél.  Því fer fólk mikið út að borða eins og hingað.  Kaupir steikt kjöt í bréf og hefur með sér heim.  Ég sá að 70% máltíða í borginni eru aðkeyptar.  Frá svona stöðum.  Stundum er grillað á götuhornum.  Fólk veit hvar gæðin eru.  Ef einhver býður hund spyrst það strax út!

Á bakvið má sjá aðgerðarborðið. Það er slátrað og snætt.  Alls ekki svo slæmur matur.  Betri en Kentuky Fried, svo mikið er víst.

Til baka
Stefn Jn Hafstein - stefanjon@islandia.is