Fréttasíða
Allar fréttir    2024    2022    2011    2010    2009    2008    2007   
6.6.2011
Skyndibitinn góður er


Innvols úr svíni komið í olíu á pönnu. Hér má kenna garnir, eitthvað sem minnir á nýra og kannski maga, búið að sneiða smátt og kraumar á markaðnum. Maður lætur skera fyrir sig smábita og stingur í salthrúgu á borðinu. Auðvitað smakkar maður...og það er ekki sem verst! Kapparnir eru ánægðir:


Og ef mann vantar sunnudagslæri þá eru þeir með það líka.

8.5.2011
Glaðleg andlit

,,Er það svona sem glaðlegt fólk lítur út?" spurði tregafull kona á Íslandi þegar hún sá myndir af brosmildu fólki í Afríku. Þetta var í skammdeginu á Íslandi, vonandi hefur lést brúnin á fólki heima síðan. En vissulega er það rétt, eitt aðaleinkenni á fólki hér í mörgum löndum í sunnanverðri Afríku er hve stutt er í brosið.
4.5.2011
Nóg að gera hjá húsmæðrum


(Maí 2011) Um þessar mundir er nóg að gera hjá húsmæðrum á uppskerusvæðum Malaví. Maís er orðinn þroskaður og þurr á stönglum. Þá hefst sú tíð sem líkist sláturtíð fyrrum daga heima á Íslandi, bjarga verður verðmætum til næsta árs.


Svona er maís á jurtinni. Vafinn í sölnaðan vöndul. Stönglar eru nú teknir innan úr og bornir heim í hlað, þar eru þeir þurrkaðir betur í sólinni. Síðan er kornið skafið af og sett á dúka til að þerra enn betur, líkt og saltfiskur var flattur og þerraður heima.

Lesa meira
1.5.2011
Hásléttan heillar

Hásléttan í Malaví, Nyika, er dásamlegur staður, friðaður þjóðarður fyrir gróður og dýr. Við erum stödd í 2300 metra hæð, gætum horft yfir Öræafajökul, en samt er hér allt iðandi af lífi. Sjá myndir og frá sögn hér.
22.4.2011
Dagbækur: Apríl-maí 2011



Einn morguninn er aðeins svalt að fara framúr um sexleytið og svo enn svalara næsta dag, liggur við að maður rúlli niður ermunum fyrst í stað á morgungöngu með hundinn; granni minn brunar framhjá eins og venjulega á reiðhjólinu sínu og hrópar að þessu sinni: Góðan daginn - nú er vetur! Hann er í flísvesti og stuttbuxum. Kappklæddur á malavíska vísu.

Veturinn kominn: hitastigið dettur niður undir 10 gráður


Lesa meira
22.4.2011
Fjögurra landa ferð

Alltaf langað til að skoða þig um í Afríku? Hér er fjögurra landa ferð á innan víð fjórum mínútum. Fjölbreyt mannlíf, ótrúlegar andstæður í náttúru...Namibía, Malaví, Botswana, Mósambik - gjörið svo vel.
Eldri fréttir
Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is