Fréttasíða
Allar fréttir    2024    2022    2011    2010    2009    2008    2007   
28.12.2009
Nýja Ísland, óskalandið- hvenær kemur þú?



Siðferðilegt flekkleysi þess heims sem nú skyldi rísa ölvaði okkur. Við vorum gagntekin af hugmyndum sem voru þokukenndar og við gátum ekki komið orðum að, en voru þess virði að berjast fyrir þeim. Við áttum okkur mörg líf í þessum baráttuhvirfli, og drógum aldrei af okkur; og samt, þegar takmarkinu var náð og dagsbrún nýrra tíma reis, þá komu gömlu mennirrnir aftur og hrifsuðu til sín sigur okkar og endurskópu í mynd þeirrar afdönkuðu veraldar sem þeir þekktu. Æskan gat sigrað en kunni ekki enn að varðveita sigurinn: og var svo átakanlega veik andspænis elllinni. Við stundum því upp að við hefðum barist fyrir nýjum himni og nýrri jörð og þeir þökkuðu okkur góðfúslega og sömdu sinn frið.
(T.A.Lawrence: Seven Pillars of Wisdom).



Hugmyndin um Nýja Ísland er þokukennd. Á meðan við hikstum því upp að við viljum nýjan himinn og nýja jörð þakka þeir góðfúslega og semja ,,sinn frið” sem er slítandi þrætubók, sundurlyndi og hagsmunastagl. Munum að hrunið var gjaldþrot ættbálka- og klíkustjórnmála þótt það birtist sem fjármálakreppa. Hrunið hefði aldrei orðið svona slæmt ef stjórnmálamenn hefðu staðið sig, það vissi fólkið. Við áttum okkur mörg líf í ...baráttuhvirfli búsáhaldabyltingarinnar og á endanum var aðgerðarleysistjórnin rekin með skömm. Og hvað svo? ....þeir þökkuðu okkur góðfúslega og áhöfnin á þjóðarskútunni rífst á dekki meðan hrakist er í brimskaflinn undir Látrabjargi, nema nú verður ekkert björgunarafrek; það er engin til að skjóta líflínu til Alþingis og draga það á Virðingarstall. Því aðrir hagsmunir ráða för.

Lesa meira
15.12.2009
Veiðimenn í gulli

Búnir að vera að alla nóttina, lokka fisk upp með ljósum í myrkrinu og slá svo nót um torfurnar. Enn að í morgunroðanum og má heyra spjall kallana langar leiðir í landi, ómur raddana ber með sér að þeir hafi gert góðan túr.

15.12.2009
Lífið er fiskur


Fiskurinn er þurrkaður á vírneti og þarf að snúa reglulega svo herðist rétt. Smáfiskur sem verður skreið sem gott þykir að stappa saman við olíu og lauk og búa til jukk með maísblöndu.

Lesa meira
19.11.2009
Dagbækur frá Afríku: Okt-Nóv 2009


Afríkubúar urðu milljarður og það gaf tilefni til að ræða fólksfjölgunarvandamál í dreifbýlustu heimsálfunni (að Ástralíu undanskilinni). Að meðaltali á hver kona sex börn og hefur íbúatalan tvöfaldast í Afríku á innan við þremur áratugum. Barnasægur er talin blessun þar sem ekkert er lífeyrissjóðakerfið, og nauðsynlegt að eiga mörg því afföllin eru mikil. Eigi að síður sér þess nú stað að konur vilji hægja á, þéttbýlismyndun minnkar þörfina á mörgum stritandi höndum. Hér í Malaví er vitað að konur vilja aðgang að getnaðarvörnum, en þær fást stopult. Og enn lifa gamlir tímar í venjum sem seint ætla að deyja: Í einu héraði landsins var sagt frá því að nær 300 stúlkur hefðu verið gefnar til giftinga á fyrstu mánuðum ársins, allar á aldrinum 12-15 ára.


Lesa meira
27.10.2009
Hverja mínútu deyr kona af barnsförum


Malavísk móðir: Sextán konur deyja daglega af barnsförum í landinu.

Heilbrigðisráðherrar fjölmargra ríkja komu saman á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa 26.október til að ræða eitt brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barnsförum. Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Flestar í Afríku sunnanverðri. Margar konur búa við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauðsynlegar aðgerðir.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands styrkir nú einmitt verkefni í einu af fátækustu héruðum Malaví þar sem tekist er á við þetta vandamál á hverjum degi. Árangur er bersýnilegur.

Lesa meira
23.6.2009
Íslendingar gefa skóla

Munurinn á því að vera í skóla með góðri aðstöðu og skóla þar sem ekkert er fyrir hendi getur skipt sköpum. Þetta er inntak í grein Sunnudagstímans í Malaví. Þar er bent á tvær stúlkur sem ganga í ólíka skóla í Mangochi: Annar er nýr, þróunaraðstoð frá Íslendingum og þar er Hawa Mateuy að undirbúa samræmdu prófin fyrir framhaldsskóla. Skólinn hennar er glæsilegur. Hin er Joanna, hennar skóli er þaklaus með hálfhrundum veggjum, 450 nemendur um tvo kennara.... örlög hennar eru slæm. Tveir ólíkir skólar, tvær ólíkar framtíðir segir blaðið.


Lesa meira
Eldri fréttir
Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is