Fréttasíða
Allar fréttir    2024    2022    2011    2010    2009    2008    2007   
15.12.2008
Jólabörnin í ár

Jólaguðspjallið í ár kemur úr skýrslu UNICEF, um jólabörnin í ár, helming malavísku þjóðarinnar. Já, helmingur malavísku þjóðarinnar er börn undir 18 ára aldri - nærri sjö milljónir. Af þeim er ein milljón munaðarlaus.

Tölur um líf barna í þessu landi sem er á stæð við Ísland eru:

• Eitt af hverjum átta börnum í Malaví deyr fyrir 5 ára aldur
• Lungnabólga, niðurgangur, malaría og sjúkdómar sem má rekja til HIV-veirunnar eru aðaldánarorsakir barna
• Um helmingur allra þeirra sem greinast með HIV/alnæmi er ungt fólk á aldrinum 15-24 ára
• 46 % barna undir 5 ára aldri þroskast ekki eðlilega af völdum vannæringar
• Í Malaví er dánartíðni kvenna í tengslum við meðgöngu og fæðingu ein sú hæsta í heiminum eða 984 konur af hverjum 100.000 lifandi fæðingum
• Nærri fjórða hvert barn er vannært.






Lesa meira
11.12.2008
Morgunn við Apaflóa

Morgunverkin við Apaflóa við Malavívatn eru mörg. Hér er dæmigerður sunnudagsmorgunn í litlu þorpi.

Skoða efni
11.12.2008
Galdradans

Íslendingar eru vel metnir og þakkað kærlega þegar áfanga lýkur við þróunarverkefni. Íbúar slá upp dansi að hefðbundum sið og vilja með því koma á framfæri þakklæti til íslensku þjóðarinnar.

Skoða efni
22.11.2008
Dagbækur: Okt.-nóv. 2008


Upprennandi súpermódel


,,Í okkar fjölskyldu er enginn svo ríkur að við gætum tapað nokkru” sagði íslensk húsmóðir feginsamlega þegar bankahrunið gekk yfir. Nokkurn veginn þannig varð manni hugsað til Afríku. Hér hafa flestir staðið utan við skuldavafninga, bankar ekki haft efni á að yfirkeyra sig og heimilin vissulega ekki með milljarða á milljarða ofan í yfirdráttarskuldir. Flest fólk bara reynir að eiga fyrir maís út árið. En svo kom auðvitað í ljós að Afríka líður fyrir heimskreppuna og sumir segja meira en aðrir.


Lesa meira
9.11.2008
Myndasaga: Daglegt líf í Malaví

Sólin sest eftir annasaman dag í Malaví. Fólk hefur í mörg horn að líta og við flettum nokkrum myndasíðum sem varpa ljósi á lífið í landinu.
9.11.2008
Fjör í pólitík


Kosningabaráttan er löngu hafin í Malaví - ári fyrir kosningar í maí 2009.

Í kyrrátri sveit langt úti í fjarskanum birtist allt í einu þessi fylking stuðningsamanna forsetans, mennsungu og hlógu og blístruðu og kölluðu slagorð - allt í miklu gleðistuði. Margir í bolum, pilsum eða með spjöld merkt forsetanum.

Skoða efni
Eldri fréttir
Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is