Fréttasíða
Allar fréttir    2024    2022    2011    2010    2009    2008    2007   
20.12.2007
Gleðilegt ár: SJH og Lennon

Jóla- og áramótakveðjan 2007 er hér með svipmyndum frá viðburðaríku ári.
Hér eru svipmyndir frá ævintýraríku ári í Namibíu.
Skoða efni
16.12.2007
Þróun sem virkar



Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er Jimmy Carter. Hann er á níræðisaldri en ötull baráttumaður fyrir bættum hag fátækra í Afríku. Fyrir meira en 20 árum tók hann til við að útrýma sjúkdómi sem hlýst af lirfu orms sem tekur sér bólfestu í holdi manna. Lirfan þroskast inni í líkama fólks sem drekkur eða baðar sig í óhollu vatni. Ormurinn brýst að lokum út fullvaxinn og stendur eins og spaghettilengja úr fólki sem engist af kvölum. Áður þjáðust 3 milljónir manna árlega af þessari bölvun, nú eru árleg tilfelli 12.000. Með örlítið meiri stuðningi hefði Carter og fjölmörgum öðrum sem vinna gegn þessum ormi tekist að útrýma honum með öllu.

Lesa meira
2.12.2007
Gírafar gera það gott

Gírafinn stundar ástarleiki um fengitímann eins og gengur og gerist, þótt mörgum finnist hann of saklaus og bernskur til að stunda þvílíkt- með þessi líka blíðu augnhár! Þessu fylgir talsvert brölt, og minnir einkum á það þegar gengið er á stultum. Prúður limurinn virðist til þess sniðinn að ná langt og koma því dyggilega til skila sem fylgir svona athöfnum.

Skoða efni
14.11.2007
Suður Afríka í ferðamyndum


Sveitasælan í nágrenni Höfðaborgar er ólýsanleg, og undarleg. Rétt eins og þetta eitt syðsta hérað Afríku sé hluti af gömlu Evrópu! Vínekrur, veitingastaðir, listagallerí - hið ljúfa líf í nokkurra kílómertra fjarlægð frá fátækrahvefum Höfðaborgar sem teygja sig út - endalausar breiður kofa og hreysa frá borginni.

Skoða efni
11.11.2007
Hádegisverðarfundur með hjarðmönnum

Þetta var hádegisverðarfundur undir forsælutré, búið að slátra geit og til umræðu voru brennandi mál um þurrka, vatnsból og skipulag beitar á tímum jarðvegseyðingar. Myndin um fundin er hér.
Skoða efni
7.10.2007
Ferð í eyðimörkina

myndafrásögn af ferð í eyðimörkina.
Eldri fréttir
Til baka
Stefán Jón Hafstein - stefanjon@islandia.is