24.9.2022
Raddir fólksins um bókina!
Hjálmtýr Heiðdal:
Bókin er meiriháttar verk, byggð á mikilli þekkingu og innsæi. Bók sem allir ættu að lesa.
„Gildandi samfélagssáttmáli milli lýðræðis og auðræðis er þessi: Lýðvaldið felst í því að fá að tjá vilja sinn og auðvaldið felst í að hundsa hann.“ SJH
Ég var að ljúka lestir á bókinni HEIMURINN EINS OG HANN ER eftir Stefán Jón Hafstein.
Stefán Erlendsson:
Í senn hugvekjandi og hrollvekjandi lesning. Frábær bók!
Þetta er óvenjuleg bók. Höfundur fléttar saman nokkra að því er virðist ósamstæða söguþræði: frásögn af vináttu, veikindum og dauða, merkum persónum og atburðum í Rómaveldi hinu forna og stærstu ógnum samtímans - ófriði, fátækt, ójöfnuði og loftslagsvánni. Á endanum birtist lesandanum þó býsna heildstæð mynd af heiminum eins og hann er frá sjónarhóli höfundar.
Textinn flæðir vel og er prýðilega stílaður. Margt er skarplega athugað - leiftrandi - og oft nær höfundur slíku flugi í frásögn sinni að ekki er annað hægt en hrífast með jafnvel þótt blikur séu á lofti og útlitið dökkt.
Næst hyggst ég lesa valin brot eða kafla upp úr bókinni fyrir nemendur mína í von um að það veki þá til vitundar og umhugsunar um ástand heimsins og sameiginlega ábyrgð okkar á öllu sem lífsanda dregur.
Bjarni Dagur Ein skemmtilegasta lesning síðari ára. Fimm stjörnur. Þessa bók er nauðsynlegt að grand-lesa. En skilaboðin eru ógnvænleg...- en fyrir þá sem ígrunda framtíðina er þessi bók gersemi
Sif Sigmarsdóttir
Heimurinn eins og hann er er kraftmikil ritgerð um veröld á heljarþröm. Bókin er eins og konfektkassi af viskumolum, sögulegum fróðleik, pólitískum fortölum og vísindum. Hvernig tengjast skylmingaþrælar Rómaveldis og loftslagsbreytingar 21. aldar? En bókin er líka hjartnæm saga af vináttu og missi. .hvet ég ykkur, kæru Facebook vinir, til að verða ykkur út um eintak. Takk fyrir frábæra lesningu - ...Stefán Jón Hafstein!
Þórunn Sigurðardóttir las bókina nýju Heimurinn eins og hann er: TAKK fyrir bókina Stefán Jón..sem ég fékk í gær frá þér í póstkassann. Ætlaði að geyma hana til lestrar i utanlandsferð en um leið og ég opnaði bókina gat ég ekki lagt hana frá mér. Hún er óvanaleg, heillandi og hræðileg í senn. Hvernig fer þetta eiginlega?
Bókin er líka spennandi og persónuleg með hrífandi köflum. Ég verð búin með hana áður en ferðalagið hefst.... Í stað þess að fara með hana mér í ferðalag, ætla ég að gefa elsta barnabarninu hana. Þetta er skyldulesning fyrir ungt fólk. Og okkur hin líka. Fyrir utan allar mikilvægar upplýsingar um framtíð mannkyns, þá dáist ég að því hvernig þér tekst að flétta saman persónum Rómaveldis við nútímann, minningabrotum og einstökum lýsingum á nærveru gjöfullar íslenskrar náttúru. Og meira að segja kaffibollinn er mældur eftir mælieiningum náttúruverndar, svo indæll sem hann er.
Þetta er einstök bók.
Halldór Guðmundsson: ...þetta er bók sem ætlar sér að kalla til vitundar og verka. Þetta er grípandi frásögn og vel skrifuð og – svo ég haldi því nú til haga – fallega útgefin með mörgum litmyndum sem varpa ljóma á svarta sýn.
Þórgnýr Dýrfjörð:
Stefán Jón Hafstein fléttar saman með skemmtilegum hætti myndum, staðreyndum, greiningum, hugleiðingum og vakningu um erfið, flókin og stór vandamál. Verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir. Inn í stóru myndina vefur Stefán svo persónulega sögu um hið mannlega hlutskipti í ljósi vináttunnar. Lukkast feykivel.
Eiríkur Hjálmarsson: Hér er nú ein aldeilis glimrandi lesning. Ruglið sem við höfum ratað í við umgengni okkar um gæði Jarðar er skýrt með miskunnarlausum hætti sem ætti að ýta við hverjum sem finnst betra að taka strútinn á þau mál öll. Stundum var ég að spá í hvort maður þyrfti kvíðastillandi til að komast í gegnum bókina en væntumþykja sem skín í gegnum textann bar mig alla leið. -Takk, kæri Stefán Jón, fyrir þennan nauðsynlega og hvassa, en um leið persónulega og hlýja, leiðangur. Þetta er mikilvæg bók sem þú hefur skrifað.
Sverrir Konradsson Er að um það bil að ljúka við að hlusta á bókina á Storytel. Þótt ég hafi lesið fjöldann allan af bókum um loftslagsvá og válegar framtíðarhorfur mannkyns er þessi sú áhrifamesta. Ég vona að einhver góður þýðandi sitji nú við og þýði ritið á ensku svo ég geti bent vinum og samstarfsmönnum erlendis á það sem fyrst. Takk, Stefán.
Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt takk Stefán Jón fyrir einmitt að taka viðfangsefni dagsins fyrir. Hér er vandað til verka, stíllinn skýr og m.a. fylgir dýrmætur heimildalisti.
Ásgerður Eyþórsdóttir Frábær bók. Gríðarlega gott innlegg og nauðsynlegt í umræðuna. A real food for thought
Einar Kárason: ,,...jafnframt hefur hann dregið saman mikinn fróðleik, eins og menn með hans feril auðvitað afla sér, um ástand heimsins eins og það blasir við honum. Ég tel að sem flestir eigi að ná sér í bók Stefáns vinar míns og lesa hana af gaumgæfni."
Oddný Harðardóttir:
Þetta er bók sem allir ættu að hlusta á og/eða lesa. Stefán Jón fléttar svo fallega saman vináttu og umhyggju við meginefni bókarinnar sem er hungur, loftlagsvá, grimd, græðgi, úrræðarleysi, sóun - fjallar um heiminn eins og hann er.
Guðríður Kristinsdóttir Mæli með að hlusta - nærð betri tengingu við áhugavert og krefjandi efni bókarinnar.
Gunnar Salvarsson:
Það er erfitt að leggja frá sér bók Stefáns Jóns: Heimurinn eins og hann er. Honum tekst að flétta saman á listilegan hátt þeirri vá sem skyndilega birtist í lífi vinar og þeirri vá sem mannkynið stendur frammi fyrir. Leiðarstefið er banvænn sjúkdómur, annars vegar einstaklings og hins vegar okkar allra. Lífsstílssjúkdómar í báðum tilvikum. Í meitluðum texta dregur hann upp á hrollvekjandi hátt stóru myndina sem við blasir í henni veröld en sjónarhornið er ekki síður á hið smáa sem á undir högg að sækja. Allt tengist, eins og hann segir sjálfur. Stefán Jón hefur sterka nærveru í þessari bók. Ég hef ekki hlustað á hann lesa bókina á Storytel en þegar ég les sjálfur bókina finnst mér eins og hann standi við hlið mér og tali til mín. Og þegar hann er hvað persónulegastur langar mig mest til þess að taka þennan stóra mann í fangið og faðma hann.
Sigrún Björnsdóttir Fín bókin þín - fróðleiksbrunnur um staðreyndir ójafnaðar í veröldinni en líka um gildi manngæsku og vináttunnar. Takk
Vigdís Fjóla Stefánsdóttir: Stefán Jón er góður sögumaður. Þessi bók er flott minningarrit um góðan vin, áminning um það hvað við hér uppi á Íslandi erum miklir forréttindapésar og eins og Stefáni er svo lagið - "cut through the crap" og segir þeim til syndanna sem geta svo vel bætt úr en gera ekki. Takk SJH!
Ragnar Hólm: "Heimurinn eins og hann er" eftir Stefán Jón Hafstein er í senn hrífandi, ógnvekjandi og falleg frásögn skráð af miklu innsæi og næmni. Frásagnarmátinn er líflegur og víða komið við. Hér er listilega tvinnað saman sögum af hinu forna rómverska heimsveldi, æsku og veiðiferðum Stefáns Jóns, sigrum og sorgum, og því víðtæka stofnana- og regluveldi sem Vesturlönd hafa komið sér upp til að forða jörðinni frá glötun - að því er virðist oft algjörlega án árangurs. Því miður. Engin gamansaga en bókin greip mig heljartökum og á brýnt erindi. Allt getur gerst.
Inga Björk Dagfinnsdóttir Í bókinni Heimurinn eins og hann er, birtist mér Stefán Jón eins og hann er. Umhyggja fyrir sínum nánustu og heiminum sem við búum í, er grunnur bókarinnar. Ég hlustaði á höfundinn segja sögu sína með þeim blæbrigðum raddarinnar sem við áttu hverju sinni og miðluðu tilfinningum og ástríðu þess sem hann vill koma á framfæri. Hér opnar hann hjarta sitt um leið og hann ákallar heimsbyggðina. Er einhver að hlusta ?
Brynhildur Inga Einarsdóttir: ...hlusta á Storytel. Ég er ákaflega ánægð með að þú skulir sjálfur lesa / segja frá það gerir bókina persónulegri enda ert þú stórgóður lesandi. Takk kærlega.
Elsa Kristjánsdóttir Bók sem ráðamenn þyrftu að lesa!
Solveig Ásgrímsdóttir Frábær bók og vel skrifuð.
Tryggvi Gunnarsson Frábær bók og sláandi !
Aegir Rafn Ingolfsson Mögnuð. Takk.
K Hulda Guðmundsdóttir Er það ekki nákvæmlega svo að við „fljótum sofandi að feigðar ósi“ og sjáum bara augnablikið? Vangetan, blindan og samstöðuleysið er algjört - en bókin er frábær ádrepa. Þetta er Opinberunarbók, ekkert minna. 5 stjörnur, Á erindi við okkur öll semlifum þessa ögurtíma. Takk Stefán Jón! Takk!
Anna Sig
5 stjörnur. Stórbrotin skyldulesning
Hrefna Rut:
5 stjörnur, Skelfilegar staðreyndir um framtíð mannkyns.
Ólafur Ágústsson:
5 stjörnur. Bók sem á erindi til allra.
Einar Falur Ingólfsson í Morgunblaðinu:
Stefán Jón er flinkur höfundur. Bókin er áhrifamikil.
Anna Sigurdardottir Heillandi skyldulesning myndræn & afar skýr frásögn.
Einar Steingrímsson: "Afar áhugaverð bók, ekki síst lýsingarnar á því hvernig pólitík í Rómaveldi fyrir tvö þúsund árum var fyrirboði um flest það sem á eftir kom, a.m.k. á Vesturlöndum."
Ævar Kjartansson Þetta er öflugt rit, Stefán Jón fléttar listilega vel saman persónulega sögu, kafla úr sögu Rómarveldis og tengir við vána sem blasir við ömurlegri pólitík samtímans. Þörf bók, gæti lyft umræðunni á hærra plan.
Eva Hauksdóttir:
Ég mæli með þessari nýju bók eftir Stefán Jón Hafstein. Þetta er sérstök bók. Fallegur texti, óþægilegt umfjöllunarefni. Tölfræði sett í samhengi sem vekur lesandann til vitundar um alvarleikann. Samanburðurinn á pólitík okkar tíma við Rómaveldi til forna oft sláandi. Fljótlesin og prýdd fallegum ljósmyndum.
María Maack: Ég hef reynt að vinna við framþróun umhverfismála með undirstöðu í þekkingar og rannsóknum. En upphrópanir hafa alltof lengi dreypt þessum málum í dróma. Þú vitnar í ótalmargt af því sem ég hef lesið og ferð rétt og vel með. Og óskaplega er ég sammála um að við eigum ekki að eyða meiri tíma í að ræða hvað heldur hvernig hvar hvenær og hver á að framkvæma allar þær lausnir sem komið hafa fram. Við þurfum ekki að velja lausnina heldur öll að flýta okkur við að framkvæma þær allar. Núna eða strax.
Anna María Sverrisdóttir:
Þetta er frábær bók en ekki gleðileg og hún vekur ekki bjartsýni. Hún er frekar eins og kjaftshögg. Eins og dregin séu frá gluggunum tjöld sem við þráumst við hafa fyrir glugganum því við vitum vel hvað er þarna úti. Við viljum bara ekki sjá það. Ég er ekki búin að lesa en ég er búin að hlusta. Gat ekki sofið. Ég var slegin djúpum harmi og er. Samt vissi ég þetta allt fyrir.... Takk fyrir kinnhestinn. Skilaboðin eru skýr og komast til skila.
var að renna inn á 61. greinina - um tuttugu og fimm senta svarið, í þessari hræðilega "krassandi glæpasögu" og mikilvægu bók þinni, Stefán Jón og þakka þér fyrir að koma með hana handa okkur sem megnum ekki að líta undan
Þessa bók ættu allir að lesa skyldulesning og helst 2x
Takk Stefán Jòn
Er það ekki nákvæmlega svo að við „fljótum sofandi að feigðarósi“ ...Vangetan, blindan og samstöðuleysið er algjört - en bókin er frábær ádrepaa: Sá sem hefur eyru, hann heyri!
|